Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 65

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 65
Guðný Björk Eydal, Ingólfur V. Gíslason og Tómas Bjarnason 65 .. barna. Spurningakönnunin var framkvæmd hérlendis af Gallup eftir að samkomubanni lauk í kjölfar fyrstu bylgju COVID-19 í maí 2020. Í þessari grein er eingöngu unnið með svör starfandi foreldra í sambúð til að skoða áhrif CO- VID-19 faraldursins á vinnu og hvernig verkskiptingu var hagað heima fyrir. Í fyrsta lagi er spurt hvort hann hafi dregið úr eða aukið kynbundna verkaskiptingu umönnunar barna, í öðru lagi er spurt sömu spurningar varðandi verkaskiptingu heimilisstarfa og í þriðja lagi er spurt hvaða áhrif farsóttin hafði á samþættingu launavinnu og umönnunarábyrgðar mæðra og feðra. Í öllum tilvikum er stað- setning vinnunnar lykilbreyta – þ.e. hvort foreldrar unnu fjarvinnu heima vegna farsóttarinnar eða unnu áfram á vinnustaðnum. Áhrif COVID-19 á verkaskiptingu foreldra Meginbreytingarnar á stöðu kynja í heiminum á 20. og 21. öld hafa falist í því sem Esping-Andersen (2009) hefur kallað „karlvæðingu lífshlaups kvenna“ eða „masculinization of women‘s life cycles“, þ.e.a.s. líf kvenna hefur orðið líkara því sem einkennt hefur líf karla. Vinnumarkaðsþátttaka kvenna hefur aukist verulega, bylting orðið í menntun þeirra og konum hefur fjölgað verulega í opinberum áhrifastöðum og stjórnum fyrirtækja. Breytingar á hlutverkum karla hafa ekki verið jafn miklar og ekki með sama hætti hægt að tala um „kvenvæðingu“ á lífshlaupi karla. Víða hefur nokkuð dregið úr kynjamun á launuðum og ólaunuðum störfum síðustu áratugi, t.d. á Norðurlöndum (Treas og Tai, 2016). Þó er enn mikill munur milli einstakra landa. Í könnun Eu- rofound (2020, 23) á áhrifum COVID-19 kom t.d. í ljós að konur verja 2–3 tímum í heimilisverk umfram karla á viku í Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð en allt að 13–14 tímum umfram karla í Grikklandi og Rúmeníu. Munur á framlagi kynja í launaðri vinnu, ólaunuðum heimilisstörfum og umönnunarstörfum er eitt af stærstu óleystu vandamálum kynjasamskipta (Abendroth o.fl., 2014). Munurinn hefur nei- kvæð áhrif á marga þætti í lífi karla og kvenna, svo sem jafnvægi milli launavinnu og fjölskyldulífs (Beham o.fl., 2019), gæði samskipta í parasamböndum (Charbonneau o.fl., 2019; Klumb o.fl., 2006) og mun á frítíma kynjanna (Yerkes, Roeters o.fl., 2020). Erlendar rannsóknir á áhrifum COVID-19 á stöðu kynjanna hafa sýnt nokkuð mótsagnakenndar niðurstöður en að öllum líkindum skýrist þ‘að að hluta til með ólíkri samfélagslegri stöðu kynjanna í þessum löndum áður en farsóttin skall á. Þá er stefna landa í vinnumarkaðsmálum misjöfn og einn- ig misjafnt hversu mikinn stuðning foreldrar fá vegna umönnunar. Þá er enn fremur misjafnt hvaða ráðum var beitt til að mæta faraldrinum. Í sumum löndum voru víðtækari lokanir en hér gerðist. Þetta eru allt þættir sem skipta máli varðandi það hvort og þá hvaða kynbundin áhrif faraldurinn hefur á launavinnu og verkaskiptingu á heimilinu (Adams-Prassl o.fl., 2020; Blum og Dobrotić, 2020; Koslowski o.fl., 2020; Yerkes, André o.fl., 2020). Nokkrar rannsóknir benda til þess að aðgerðir vegna COVID-19, svo sem aukin heimavinna og lokanir skóla og leikskóla, hafi haft neikvæðari áhrif á samþættingu fjölskyldu- og einkalífs hjá mæðrum en feðrum vegna þess að ábyrgð á barnaumönnun hafi lagst af meiri þunga á þær (Zamarro og Prados, 2021). Á hinn bóginn hafa einnig komið fram niðurstöður sem benda til þess að feður hafi axlað stærri hluta heimilisverka og barnaumönnunar en fyrir faraldurinn (Andrew o.fl., 2020; Carlson o.fl., 2020a; Yerkes, André o.fl., 2020). Fjarvinna Almennt er talið að ýmiss konar sveigjanleg vinnuform og möguleikar á fjarvinnu geti aukið jafn- vægi vinnu og einkalífs. Á hinn bóginn er langur, ósveigjanlegur og/eða óvæntur vinnutími líklegur til að valda ójafnvægi þar á milli. Aukin atvinnuþátttaka mæðra og breytingar á vinnuskipulagi og kröfum vinnustaða, ásamt auknum kröfum samfélagsins til umönnunar, uppeldis og samveru með börnum, hafa ýtt undir kröfur um sveigjanleg vinnuform, þ.e. að foreldrar geti haft eitthvað um það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.