Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 68

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 68
Breytingar á verkaskiptingu á heimili meðal starfandi feðra og mæðra í fyrstu bylgju COVID-19 68 .. legri en feður til að brúa umönnunarbilið frá lokum fæðingarorlofs til leikskóla og að mæður aðlaga vinnutíma sinn og vinnutímamynstur að þörfum fjölskyldunnar, sérstaklega þar sem ung börn eru á heimilinu (Ásdís A. Arnalds, 2020; Edda Sigurbjörg Ingólfsdóttir og Ingólfur V. Gíslason, 2016; Farstad, 2012). Þó að kynjajafnrétti einkenni viðhorf foreldra þá er tíminn meðan börn eru ung settur innan sviga og litið svo á að sá tími sé utan við félagslegan veruleika á borð við jafnan rétt og stöðu karla og kvenna (Ingólfur V. Gíslason og Sunna Símonardóttir, 2018). Alþjóðleg samanburðarathugun komst að þeirri niðurstöðu að langt feðraorlof, sterk hefð fyrir vinnumarkaðsþátttöku kvenna og óhefðbundnari viðhorf til hlutverka kynjanna séu allt þættir sem tengjast stuðningi við jafna skiptingu launavinnu og ólaunaðrar umhyggju (Salin o.fl., 2018). Því miður hefur engin rannsókn verið framkvæmd á tímanotkun Íslendinga sem er sambærileg nor- rænum eða alþjóðlegum rannsóknum á hvernig fólk ver tíma sínum, en ekki virðist ástæða til að ætla að það sé með mikið öðrum hætti en hjá öðrum norrænum þjóðum. Tvær eigindlegar rannsóknir á áhrifum COVID-19 á fjölskyldulíf hérlendis voru framkvæmdar í fyrstu bylgju faraldursins (Andrea Hjálmsdóttir og Valgerður S. Bjarnadóttir, 2021; Annadís Greta Rúdólfsdóttir og Auður Magndís Auðardóttir, 2020; Auður Magndís Auðardóttir og Annadís Greta Rúdólfsdóttir, 2020). Í báðum tilfellum voru þátttakendur sjálfvaldir og svo til einvörðungu mæður tóku þátt. Niðurstöður rannsóknanna voru svipaðar, þ.e. að spenna hafi aukist í parsambandinu vegna verkaskiptingar launaðra og ólaunaðra starfa og umönnunar barna vegna COVID-19 og að mæð- urnar hafi, frekar en makar þeirra, dregið úr launavinnu eða lagað hana að þörfum fjölskyldunnar. Niðurstöður lífskjararannsóknar Hagstofu Íslands (2021) sýna að meirihluti svarenda taldi álag vegna heimilisstarfa svipað og fyrir farsóttina, en 15% karla og kvenna töldu álagið hafa aukist. Álag jókst mun meira á heimilum með börn en á barnlausum heimilum. Niðurstaða Hagstofu var að farsóttin hefði ekki haft teljandi áhrif á verkaskiptingu mæðra og feðra á heimilinu en þó hefði meiri breyting orðið á heimilum með börn en á barnlausum heimilum. Breytingar á verkaskiptingu feðra og mæðra á heimilinu voru bæði í átt til meiri jöfnuðar og ójöfnuðar. Þar sem börn voru á heimili voru bæði fleiri foreldrar sem sögðu að skiptingin væri jafnari en einnig að hún væri ójafnari heldur en á barnlausum heimilum. Niðurstöður voru ekki greindar eftir því hvort foreldrar unnu heima eða á vinnustað. Áhrif staðsetningar vinnunnar á kynbundin áhrif farsóttarinnar Ljóst er að farsóttin hefur haft margvísleg og mótsagnakennd áhrif á líf og aðstæður fjölskyldna og kynbundna verkaskiptingu foreldra. Ein sviðsmyndin er að farsóttin hafi valdið þróun í átt að „hefð- bundnari“ verkaskiptingu kynjanna; að aukið álag vegna minni þjónustu umönnunaraðila hafi bitnað í meira mæli á mæðrum en feðrum. Þetta hafi valdið lakara jafnvægi vinnu og einkalífs meðal mæðra og aukið líkur á að þær dragi úr vinnutíma sínum eða hverfi alfarið af vinnumarkaði. Hin sviðsmyndin er að farsóttin hafi dregið úr kynbundinni verkaskiptingu feðra og mæðra á heimilinu. Í þeim tilvikum þar sem feður vinna fjarvinnu hafi þeir einnig aukið hlutdeild sína í um- önnun og heimilisstörfum. Það sem gæti ýtt undir slíka þróun á Íslandi eru fyrst og fremst sterkar jafnréttishugmyndir og tiltölulega jöfn staða kynja á mörgum sviðum. Tilgátur Niðurstöður úr rannsóknum tengdum COVID-19 benda eindregið til þess að staðsetning vinnunnar sé lykilþáttur varðandi það hvernig foreldrar laga launaða vinnu að breyttum aðstæðum og aukinni umönnunarbyrði (Carlson o.fl., 2020b; Dunatchik o.fl., 2021; Lyttelton o.fl., 2020). Hér er því lögð áhersla á að skoða breytingar á kynbundinni verkaskiptingu eftir staðsetningu vinnunnar: Hvort báðir foreldrar hafi þurft að færa starf sitt heim (unnið heima í fjarvinnu), hvort báðir foreldrar hafi áfram getað unnið starf sitt á vinnustaðnum (unnið staðvinnu), eða hvort staða foreldranna var ólík, þ.e. hvort annað foreldrið hafi unnið fjarvinnu en hitt foreldrið unnið á vinnustaðnum. Fyrri rannsóknir benda til þess að áhrif farsóttarinnar á kynbundna verkaskiptingu séu ólík eftir því hvar vinnan er innt af hendi, t.a.m. að mæður sem vinna fjarvinnu, sem eiga maka sem vinnur á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.