Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 74

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 74
Breytingar á verkaskiptingu á heimili meðal starfandi feðra og mæðra í fyrstu bylgju COVID-19 74 .. hefur aukið við hlutdeild sína í heimilisstörfum vegna farsóttarinnar. Meðaltal hóps c. er marktækt lægra en meðaltöl allra hinna hópanna (a., b. og d.), sem þýðir að sá hópur jók hlutdeild sína í heim- ilisstörfum meira en hinir hóparnir þrír. Breytingar á verkaskiptingu, eftir staðsetningu vinnunnar, voru einnig skoðaðar sérstaklega fyrir mæður og feður (sjá töflu 6). Hún sýnir að aukin þátttaka feðra í heimilisstörfum er aðallega bundin við hóp c. þar sem faðirinn vinnur heima en makinn á vinnustaðnum (meðaltalið lækkar um -0,32). Aukin hlutdeild í heimilisstörfum er mest í þessum hópi og meiri en í hópum a., b. og d. Þegar svör mæðra eru skoðuð eru áhrifin í samræmi við ofangreint: Mæður draga úr hlutdeild sinni í heimilisstörfum í hópi b., þar sem mæðurnar vinna á vinnustaðnum en makinn er heima (meðaltalið hækkar um 0,26). Í þessum hópi eftirláta mæður maka sínum stærri hluta heimilisstarfa en gerist í öðrum hópum. Öfugt við það sem kemur fram hjá feðrum juku mæður, sem unnu heima meðan á farsóttinni stóð en makinn á vinnustaðnum, ekki marktækt meira ábyrgð sína á heimilis- störfum borið saman við foreldra sem unnu báðir á vinustað eða báðir heima. Tafla 6. Breyting á ábyrgð á heimilisstörfum eftir staðsetningu vinnunnar (hvar er unnið) eftir farsótt miðað við fyrir farsótt a. Báðir foreldrar vinna heima b. Maki er heima en ég vinn á vinnustaðnum c. Ég er heima en makinn er á vinnu- staðnum d. Báðir vinna á vinnustaðnum Mæður og feður Ábyrgð á heimilisstörfum – breyting á meðaltali 0,02 c) 0,16 c) -0,17 a, b, d) 0,09 c) n (fjöldi) 153 70 91 98 Staðalfrávik 0,49 0,61 0,7 0,35 Munur á breytingu á meðaltali milli hópanna fjögurra (tvíhliða próf): F = 5,9; Df = 3; p < .001 Mæður Ábyrgð á heimilisstörfum – breyting á meðaltali 0,16 0,26 c) -0,09 b) 0,14 n (fjöldi) 83 34 57 52 Staðalfrávik 0,48 0,69 0,67 0,41 Munur á breytingu á meðaltali milli hópanna fjögurra (tvíhliða próf): F = 3,4; Df = 3; p < .05 Feður Ábyrgð á heimilisstörfum – breyting á meðaltali -0,15 c) 0,06 c) -0,32 a, b, d) 0,03 c) n (fjöldi) 71 36 34 46 Staðalfrávik 0,45 0,5 0,74 0,25 Munur á breytingu á meðaltali milli hópanna fjögurra (tvíhliða próf): F = 4,8; Df = 3; p < .01 Ef meðaltal er merkt með „c)“ er meðaltalið marktækt ólíkt hópi c.; Ef meðaltalið er merkt með „b)“ þá er meðaltal marktækt ólíkt hópi b. o.s.frv. Notuð var skipunin UNIANOVA í SPSS. Notað var Scheffé-próf við mat á mun á breytingu á meðaltölum. Eftir að farsóttin skall á segja feður að heimilisstörfum sé því sem næst jafnt skipt milli þeirra og maka í hópi a. og c. en fyrir farsóttina var það einungis skoðun feðra í hópi a. Að mati mæðra er heimilisstörfum þó hvorki jafnt skipt fyrir farsótt né eftir að hún skall á, þó að þeirra mati mjakist í átt að jafnari skiptingu, sérstaklega í hópi a. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining (OLS) þar sem háða breytan eru breytingar á ábyrgð á heim- ilisstörfum fyrir og eftir COVID-19. Breytingin á meðaltalinu var fengin með því að draga svör við spurningunni um skiptingu heimilisstarfa fyrir farsóttina frá svörum við sömu spurningu eftir hana. Í jöfnunni var kyn, menntun, aldur barna, staðsetning vinnunnar (sömu þrír hópar og áður, sjá töflu
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.