Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 85

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 85
Hermína, Rúnar, Jórunn, Birna María og Sigríður Margrét 85 .. ópumiðstöðin). Í úttektarskýrslunni er gagnrýnt hvernig þjónustu (m.a. skólaþjónustu sveitarfélaga) við börn og fjárveitingum til hennar er fyrir komið í íslenska skólakerfinu og hvernig það, að mati skýrsluhöfunda, vinnur gegn framgangi stefnunnar um menntun fyrir alla. Í niðurstöðum úttektar- innar er víða bent á mikilvægi þess fyrir framgang stefnunnar að styrkja skólaþjónustu sveitar- félaga með því að hverfa frá klínískri sýn á þær áskoranir sem nemendur mæta á skólagöngu sinni, byggja starfsemina á félagslegu sjónarhorni og skólamiðaðri ráðgjöf (e. school- based consultation) (Gutkin og Curtis 2009; Larney, 2003) og samhæfa vinnu sérfræðinga innan skóla og þjónustukerfa utan skóla sem sinna stuðningi við nemendur. Úttekt Evrópumiðstöðvarinnar er hins vegar ekki út- tekt á skólaþjónustu eða starfsháttum hennar og því er mikilvægt að afla ítarlegri gagna um þá og nota niðurstöðurnar til að marka þjónustunni stefnu og styrkja starfshætti sem stuðla að þeim um- bótum sem kallað er eftir. Að loknum inngangi eru fræðilegir kaflar um menntun fyrir alla og skólaþjónustu. Því næst er greint frá sniði rannsóknarinnar og þar á eftir eru niðurstöður raktar og ræddar. Greininni lýkur með samantekt og ályktunum. Menntun fyrir alla Sú stefna að skólinn eigi að haga starfi sínu í samræmi við þarfir allra nemenda, óháð námsgetu, og að öll börn skuli stunda nám í heimaskóla var lögfest árið 1974 (lög um grunnskóla nr. 63/1974). Stefnan hefur verið áréttuð með ýmsu móti síðan og í núgildandi lögum og aðalnámskrá er tekinn af allur vafi um hlutverk skólans sem lýðræðislegs vettvangs samstarfs, ábyrgðar og virðingar fyrir manngildi þar sem leitast skal við að útrýma hvers konar mismunun og aðgreiningu (lög um fram- haldsskóla nr. 92/2008; lög um grunnskóla nr. 91/2008; lög um leikskóla nr. 90/2008; Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2013). Í niðurstöðum úttektar Evrópumiðstöðvarinnar (2017) á menntun fyrir alla á Íslandi kemur fram að flestir viðmælendur töldu að löggjöf og opinber stefnumörkun á sviði menntunar án aðgreiningar væri skýr en hins vegar væri framkvæmd stefnunnar erfiðleikum bundin. Í skýrslunni um úttektina er dregin sú ályktun að skólasamfélagið hafi hvorki fullnægjandi skilning á hugtakinu menntun fyrir alla né nægilega skýra mynd af því hvað skólastarf á grundvelli þess felur í sér. Þessi viðhorf endur- óma víða í íslenskum rannsóknum þar sem stjórnendur, kennarar og foreldrar telja að himinn og haf sé á milli opinberrar stefnumótunar og framkvæmdar í skólum (sjá t.d. Helga Gíslason og Önnu Kristínu Sigurðardóttur, 2016; Rannveigu Klöru Matthíasdóttur o.fl., 2013). Þetta bil milli stefnu og framkvæmdar er ekki séríslenskt. Woodcock og Wolfson (2019) lýsa viðbrögðum kennara við stefnunni um menntun fyrir alla sem hálfvolgum (e. lukewarm) og vitna til greiningar O‘Rourke (2015) á því hvers vegna stefnan á svo erfitt uppdráttar þrátt fyrir að fjöl- margar niðurstöður rannsókna sýni fram á gildi hennar fyrir skólastarf og velferð nemenda. Haug (2017) telur enn fremur í samantekt sinni á rannsóknum fjölda fræðimanna að í skólum ríki mikið óöryggi gagnvart því hvernig hægt er að skipuleggja námskrá, kennslu og námsumhverfi þannig að það samrýmist stefnunni um menntun fyrir alla. Segja má að hérlendis sé stefnan um menntun fyrir alla enn óvirkjuð hugmyndafræði, eða ferli í þróun sem skiptar skoðanir eru um (Gretar L. Marinósson og Dóra S. Bjarnason, 2016). Til að breyta þeirri stöðu þurfa að koma til viðhorfsbreyting og samhæfðar aðgerðir á öllum stjórnsýslu- stigum menntakerfisins. Breyta þarf fjármögnun sérfræðiþjónustu, þannig að fjárveitingar nýtist á sveigjanlegan hátt til þess að styðja við menntun fyrir alla í stað þess að koma fyrst og fremst til móts við þarfir fámenns hóps nemenda sem fengið hafa greiningu (Evrópumiðstöðin, 2017; Mennta- og menningarmálaráðuneyti, 2021). Einnig þarf að endurskoða margt í skipulagi skólastarfs og efla um- fjöllun um kennslufræði menntunar fyrir alla (e. inclusive pedagogy) í grunnmenntun og starfsþróun kennara og í ráðgjöf á vettvangi. Slík kennslufræði leggur grunn að skipulagi náms og kennslu sem miðar að því að bregðast við einstaklingsmun með fjölgun námstækifæra fyrir alla nemendur fremur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.