Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 86

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 86
Skólaþjónusta sveitarfélaga við nemendur og foreldra: Stefna, skipulag og inntak 86 .. en að aðgreina viðfangsefni eða sérúrræði sem ætlað er að „leysa vanda“ fárra nemenda (European Agency for Special Needs and Inclusive Education, 2018; Florian, 2014). Í fræðilegri umræðu um menntun fyrir alla birtast ólík sjónarhorn á fjölbreytileika nemenda og viðbrögð skólakerfisins við honum. Meðal þessara sjónarhorna eru tvö líkön sem fela í sér andstæða sýn á hvort tveggja og valda togstreitu um það hvernig beri að skilja orsakir þess að nemendur lenda í erfiðleikum í skólakerfinu og hvernig beri að bregðast við. Annars vegar er um að ræða læknisfræðilegt (e. clinical) líkan (einnig nefnt gallalíkanið (e. deficit model)) og hins vegar félags- legt líkan (e. social model). Ef læknisfræðilegt líkan er ríkjandi í viðhorfum og skipulagi skólans beinist athyglin að skerðingu eða öðrum sérþörfum einstaklinga sem taldar eru fötlun eða frávik frá norminu og þarfnast íhlutunar eða meðferðar (Berghs o.fl., 2016). Athyglin beinist að því hvernig eiginleikar nemandans sjálfs takmarka aðgengi hans, þátttöku og nám en litið er fram hjá því hvernig námsumhverfið gæti átt þátt í vandkvæðum hans. Dæmigerð viðbrögð skólans eru sérkennsla eða sérhæfður stuðningur í aðgreindum aðstæðum fremur en endurskoðun námsumhverfis. Félagslega líkanið gerir greinarmun á skerðingu og fötlun. Samkvæmt því er skerðingin ein- staklingsbundin einkenni en fötlun er afleiðing af samfélagslegum hindrunum sem útiloka, hindra eða takmarka þátttöku fólks með ólíkar skerðingar (Oliver, 2013; Rannveig Traustadóttir, 2003). Í skólastarfi gæti fötlun eða jaðarsetning nemenda með tilteknar skerðingar stafað af hindrunum sem felast í viðhorfum kennara eða skorti á þekkingu á kennslu sem getur haft áhrif á það hvernig kennslustundir eru skipulagðar og kenndar. Aðrar hindranir má rekja til þess hvernig skólastarf al- mennt er skipulagt sem og til hönnunar skóla og kennslustofa (Graham o.fl., 2020). Skólaþjónusta: Greiningar á nemendum eða stuðningur við starf kennara? Þótt útfærsla námskrár og kennslutilhögun í anda stefnunnar um menntun fyrir alla sé í höndum starfsfólks skóla axlar það ekki ábyrgð á henni eitt og óstutt. Þvert á móti má færa rök fyrir mun víð- tækari ábyrgð menntakerfisins á þessu viðfangsefni og líta svo á að menntun hvers og eins nemanda sé háð forystu og ábyrgð á mörgum stjórnsýslustigum menntakerfisins. Fullan (2010) leggur til dæmis áherslu á þríhliða ábyrgð ríkis, fræðsluumdæma (e. districts) og skóla og færir rök fyrir því að þótt stefnumótun og menntasýn yfirvalda sé nauðsynleg megi hún sín lítils nema í kjölfarið fylgi skilvirkar aðgerðir til að efla hæfni skóla og kennara til að framfylgja stefnunni. Líta má á skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla sem lið í þessu. Núgildandi ákvæði um hana eru í lögum frá 2008 um leikskóla og grunnskóla (lög um grunnskóla nr. 91/2008; lög um leikskóla nr. 90/2008) og í reglugerð um skólaþjónustu (nr. 444/2019). Saga skólaþjónustu er þó mun lengri og frá upphafi hafa verið öndverð sjónarmið um hvernig hún skuli mæta erfiðleikum sem börn mæta á skólagöngu sinni. Á fræðsluskrifstofunum sem settar voru á stofn eftir gildistöku grunnskólalaganna 1974 (lög um grunnskóla nr. 63/1974) og voru starfræktar fram til haustsins 1996, þróaðist hefð fyrir því að þeim væri að mestu leyti sinnt af sálfræðingum innan þess sem oft var nefnt „ráðgjafar- og sálfræðiþjónusta“ (Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson, 2010; Trausti Þorsteinsson, 1995). Að mati Trausta Þorsteinssonar (1995) einkenndist ráðgjafar- og sálfræðiþjón- ustan af klínískri áherslu. Margar skrifstofanna byggðu þó jafnframt upp almenna kennsluráðgjöf sem hafði að markmiði að flétta þjónustu við einstaka nemendur saman við þróunarstarf og ráðgjöf við skóla. Starf kennsluráðgjafa miðar að því að styrkja faglegt starf skóla þannig að nemendur fái sem best notið sín í námi og fagleg kunnátta kennara og starfsfólks nýtist sem best. Stuðningur við starfsfólk skóla getur m.a. falist í athugunum á náms- og félagslegri stöðu nemenda sem og andlegri líðan þeirra og ráðgjöf og stuðningi í kjölfar þessa. Hlutverk kennslufræðilegs ráðgjafa snýr einnig að ráð- gjöf til foreldra um t.d. uppeldi og heimanám (Anastasov og Ristevska, 2019; Kópavogsbær 2020). Í viðtali (Börkur Hansen og Ólafur H. Jóhannsson, 2010) lýsir Trausti Þorsteinsson togstreitu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.