Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 109

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Side 109
Sunna Símonardóttir og Hlédís Maren Guðmundsdóttir 109 .. er af Rannsóknasjóði Rannís (228294) og hefur að markmiði að skoða fæðingartíðni og foreldra- menningu á Íslandi á heildstæðan hátt með því að nýta ólíkar rannsóknaraðferðir. Fæðingartíðni og viðhorf til barneigna Á Vesturlöndum hefur fólk umtalsverð völd yfir frjósemi sinni. Þessi völd teljast til mannréttinda í vestrænum menningarheimi og felast annars vegar í aðgengi að getnaðarvörnum og þungunarrofi og hins vegar í aðgengi að frjósemislækningum og, í ákveðnum tilfellum, staðgöngumæðrun. Á sama tíma og valfrelsið eykst hefur fæðingartíðni á Vesturlöndum farið lækkandi (Rowland, 2007). Ástæður þessa eru fjölþættar, en þær má að hluta til rekja til viðhorfsbreytinga gagnvart barneignum á undanförnum áratugum (Thornton og Young- DeMarco, 2001) og félagslegra þátta á borð við aukna hagsæld, menntun og aukið kynjajafnrétti (Inglehart, 1977; Thornton og Young-DeMarco, 2001). Afleiðingar þessara breyttu viðhorfa birtast eins og fyrr segir í lægri fæðingartíðni en einnig í fjölbreyttari fjölskylduformum og seinkun barneigna (Dommermuth o.fl., 2011; Lappegård, 2000; Lesthaeghe, 2010). Alþjóðlegur samanburður gefur til kynna að stefnumörkun sem veitir foreldrum atvinnuöryggi, hágæða opinbera dagvistun og launað fæðingarorlof geti hjálpað til við að viðhalda eða auka frjósemi (Hoem, 2008; Kaufman og Bernhardt, 2012; Thévenon og Gauthier, 2011). Rannsóknir á viðhorfum ungs fólks til barneigna hafa meðal annars einblínt á hugmyndir um ákjósanlegan fjölda barna, aldur við fyrsta barn, viðhorf til lífsmarkmiða fyrir fyrsta barn, þekkingu á frjósemi og uppeldi og viðhorf til barnleysis. Þá sýna rannsóknir að menntun hefur umtalsverð áhrif á viðhorf fólks til barneigna (Billari og Philipov, 2004; Lappegård, 2002; Rijken og Merz, 2014; Rønsen, 2004). Rannsóknir benda enn fremur til þess að stór meirihluti ungs fólks vilji eignast barn einhvern tímann á lífsleiðinni. Hins vegar virðist ungt fólk leggja áherslu á að ná vissum mark- miðum fyrir barneignir, svo sem að búa yfir félagslegu og efnahagslegu öryggi og að hafa uppfyllt langanir sínar um persónulega reynslu og upplifanir. Í því samhengi sýnir fjöldi erlendra rannsókna fram á að ungt fólk álítur ákjósanlegan aldur við fyrsta barn vera nærri 30 ár (Lampic o.fl., 2006; Roberts o.fl., 2011; Virtala og Virjo, 2004). Á meðan fæðingartíðni á Vesturlöndum fór lækkandi naut Ísland lengi vel sérstöðu. Hér á landi átti fólk almennt fleiri börn og átti þau fyrr. Undanfarinn áratug hefur fæðingartíðni á Íslandi aftur á móti hríðlækkað og frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur móður við fæðingu frumburðar undir 22 árum en var árið 2021 kominn upp í 28,6 ár (Hagstofa Íslands, 2022a). Yfirleitt er miðað við að frjósemi þurfi að vera um 2,1 barn til að viðhalda mannfjölda til lengri tíma litið. Árið 2021 var frjósemi íslenskra kvenna 1,82 börn á ævi hverrar konu. Þar sem Ísland fylgir nú svipaðri þróun í frjósemi og önnur Norðurlönd er mikilvægt að skoða fæðingartíðni og frjósemishegðun í víðu samhengi. European Values Study (EVS, 2021) veitir innsýn í hugmyndir, viðhorf, gildi og skoðanir íbúa um alla Evrópu á margvíslegum málefnum og þar má merkja ákveðna breytingu á viðhorfum Íslendinga til barneigna. Árið 2008 voru um 84% þátttakenda á því að börn væru frekar eða mjög mikilvæg þegar kæmi að farsælu hjónabandi, en árið 2017 voru 73% þátttakenda á sama máli, sem er svipað hlutfall og á hinum Norðurlöndunum. Þó virðist eima eftir af íhaldssömum hugmyndum ef litið er á svör við fullyrðingunni að atvinna sé góð út af fyrir sig en það sem flestar konur þrái sé heimili og börn. Þar tóku 55% þátttakenda undir fullyrðinguna árið 2008, sem er hærra hlutfall en í löndum á borð við Bretland, Þýskaland og Frakkland. Árið 2017 tóku 42% þátttakenda undir fullyrðinguna, sem er hærra hlutfall en á hinum Norðurlöndum. Þær rannsóknir sem fyrir liggja um viðhorf til barneigna á Íslandi eru nokkuð takmarkaðar en sýna þó fram á að þær eru mikils metnar og að flestir hafa það markmið að eignast börn einhvern tímann á lífsleiðinni (Fernándes-Cornejo o.fl., 2016; Friðrik H. Jónsson og Stefán Ólafsson, 1991; Sigrún Júlíusdóttir, 2001). Í veröld sem stafar ógn af hamfarahlýnun hefur einnig borið á aukinni tilhneigingu ákveðinna hópa til að breyta frjósemisáformum sínum í takt við umhverfisgildi. Í því endurspeglast það viðhorf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.