Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 110

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Síða 110
„Manni líður eins og maður sé alltaf að stara í ginið á ljóninu“ Viðhorf ungra kvenna til barneigna 110 .. að fólksfjölgun og kolefnissporið sem fylgir henni ógni vistkerfinu og þar að auki þyki óvíst að tryggja megi komandi kynslóðum viðunandi lífsskilyrði (Arias, 2022; Hintz og Haywood, 2021). Nýlegar rannsóknir hafa bent til þess að ungt fólk sé sífellt svartsýnna á framtíðarhorfur næstu kyn- slóðar, sérstaklega vegna loftslagsbreytinga, og gæti því valið að eignast ekki börn þó að hugur þess hefði annars staðið til barneigna (Blackstone, 2019; Helm o.fl., 2021). Barnleysi, valið eða nauð- beygt, hefur ávallt verið til staðar en þó hefur tíðni þess aukist verulega á Vesturlöndum undanfarna áratugi (Rowland, 2007). Rannsókn Miettinen o.fl. (2015) leiddi í ljós aukningu á barnleysi bæði kvenna og karla í aldurshópunum 30–34 ára og 40–44 ára um nánast alla Evrópu. Hugmyndir um hlutverk kvenna og eðli kvenlegrar sjálfsmyndar hafa í gegnum tíðina verið mjög bundnar móður- hlutverkinu (Arendell, 2000). Hins vegar hefur á undanförnum árum orðið vart við vaxandi tilhneig- ingu meðal kvenna til að velja barnleysi og hafa rannsóknir þannig sýnt fram á að margar konur sem kjósa að verða ekki mæður verða fyrir fordómum og verða að réttlæta og verja ákvörðun sína í samskiptum við aðra (Moore, 2014; Park, 2002; Rick og Meisenbach, 2017). Póstfemínismi og nýjar kvenleikahugmyndir Hugtakið póstfemínismi hefur verið notað til að skýra einstaklingshyggjuviðhorf til jafnréttis og til aðgreiningar frá fyrri bylgjum femínisma. Hugmyndafræði póstfemínisma byggir á því viðhorfi að aukið frelsi og tækifæri hafi losað konur í vestrænum ríkjum úr höftum hefðbundinna kynjahug- mynda og leitt til þess að misrétti og kúgun í krafti kynferðis heyri sögunni til (Gill, 2016). Þvert á móti búi konur í dag yfir sterkri sjálfsmynd, séu gerendur í eigin lífi og geti valið sér lífsbraut að vild án nokkurra hindrana. Gill og Scharff (2013) benda á að póstfemínismi sé í raun ekki sérstök bylgja af femínisma heldur miklu fremur eins konar stemmning eða skoðun sem afneitar mikilvægi femíniskrar baráttu þar sem jafnrétti sé nú að mestu í höfn. Hið póstfemíníska ástand er því í nánum tengslum við markaðsdrifna nýfrjálshyggju og einstaklingshyggju, þar sem möguleiki kvenna til valdeflingar raungerist fyrst og fremst í gegnum neyslu og ögun sjálfsins. McRobbie (2004) ræðir einstaklingsvæðingu konunnar (e. female individualisation) út frá kenningum Giddens og Beck sem ganga út á möguleika einstaklingsins til þess að „skapa sitt eigið líf“. Hver og einn einstaklingur hafi þannig frelsi, sem þekktist ekki áður, til að móta sjálfan sig og hvert hann ætlar í lífinu, en þetta fjarlægi þá sem eru að ná fullorðinsaldri í dag frá hinum hefðbundnu kynhlutverkum kynslóðarinnar á undan því valfrelsið hefur aukist svo mikið. Formgerðin sé því ekki lengur áhrifamesti þátturinn, heldur félagslegur atbeini einstaklingsins. Í kenningum Giddens og Beck er þó litið fram hjá þeim kynjuðu byrðum sem lagðar eru á einstaklinga með því að gera allt í þeirra lífi að vali, þeirra vali. Í vestrænum samfélögum samtímans eru gerðar miklar væntingar til ungra kvenna en þær eru einnig undir miklu eftirliti (Gill og Scharff, 2013). Þær eru skilgreindar sem fyrirmyndarviðföng nýfrjálshyggjunnar þar sem þær hafa hagnast mest á þeim margvíslegu félagslegu og efnahagslegu breytingum sem einkenna vestræn samfélög. Ungum konum hafa verið veitt réttindi og fríðindi sem áður voru fyrst og fremst í boði fyrir karla, svo sem þátttöku í menntun, atvinnu og neytendamenningu og rétt til að stýra eigin frjósemi (McRobbie, 2007). Aðdráttarafl póstfemínisma fyrir ungar konur er skiljanlegt þar sem að hann veitir þeim möguleika á að upplifa gerendahæfni. Þetta birtist vel í kanadískri viðtalsrannsókn Pomerantz o.fl. (2013) þar sem rætt var við 51 stelpu á aldrinum 12–17 ára og þá mótsagnakenndu stöðu sem kemur upp hjá stelpunum þegar kemur að hugmyndum um kynjafordóma. Annars vegar lýsa þær póstfemínískum raunveruleika þar sem bæði kynin eru jöfn en hins vegar upplifa þær kynjamisrétti, þó að þær noti ef til vill ekki það orð yfir reynslu sína. Póstfemínisminn birtist þessum stelpum sem orðræða um ábyrgð, val, vald og sjálfstæði og gerir þannig stelpum kleift að finnast þær sterkar, hæfar og sjálfstæðar og komast hjá þolendastöðu. Þó að þessir straumar, póstfemínismi og nýjar kvenileikahugmyndir, séu að sumu leyti alþjóðlegir í eðli sínu með tengingu sinni við dægurmenningu eru þeir samtímis staðsettir í staðbundnu samhengi og menningu. Í íslensku samhengi má benda á rannsóknir Gyðu Margrétar Pétursdóttur (2012), sem
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.