Íslenska þjóðfélagið


Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 111

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Qupperneq 111
Sunna Símonardóttir og Hlédís Maren Guðmundsdóttir 111 .. hefur lagt fram hugtakið Áru kynjajafnréttis en það lýsir ákveðnu félagslegu ferli þar sem karlar og konur sannfæra sig um að jafnrétti ríki þrátt fyrir að raunin sé önnur. Í seinni tíð hefur femínismi átt kraftmikla endurkomu og lögmæti í pólitískri umræðu, dægurmenningu og samfélaginu í heild (Gill og Orgad, 2017). Þessi þróun hefur birst okkur erlendis, jafnt sem á Íslandi þar sem ýmis teikn eru á lofti um að ungar konur skilgreini sig í auknum mæli sem femínista og femínísk barátta hefur öðlast endurnýjaðan kraft og merkingu. Mikilvægt er að rannsaka hvernig þessi bylgja femínískrar baráttu skarast við póstfemínismann og hvaða áhrif sú skörun hefur á kvenleikahugmyndir ungra íslenskra kvenna. Kynjaðar víddir foreldrahlutverksins Áhrif barneigna á vinnumarkaðsstöðu kvenna hafa verið umtalsvert rannsökuð og í því samhengi hefur verið rætt um refsingu móðurhlutverksins (e. motherhood penalty), sem vísar í þá staðreynd að mæðrum vegnar verr á vinnumarkaði en körlum og barnlausum konum, og á þetta við um flest vestræn ríki í Evrópu og Norður-Ameríku (Correll o.fl., 2007; Dotti Sani, 2015). Konur eru enn ólík- legri til að gegna stjórnunarstöðum innan atvinnulífsins en karlar og rannsókn Angelov, Johansson og Lindahl (2016), sem rýndi í kynjamun á aðstæðum norskra foreldra á atvinnumarkaði, leiddi í ljós neikvæð áhrif barneigna á starfsframa kvenna. Opinber stefnumótun skiptir miklu máli þegar kemur að samræmingu fjölskyldu- og atvinnulífs og hefur það verið einkennandi á Norðurlöndum að leitast markvisst við að jafna hlut karla og kvenna á atvinnumarkaði sem og í fjölskyldulífi í gegnum stefnumótun ríkisins. Framsæknar útfærslur á fæðingarorlofskerfum hafa verið mótaðar eftir þessari hugmyndafræði, með mælanlegum áhrifum. Frá árinu 2000 hefur yfirlýst stefna í ís- lenskum fæðingarorlofslögum verið að jafna hlut kynjanna í umönnun barna sinna. Atvinnuþáttaka kvenna á Íslandi er mikil í alþjóðlegum samanburði og meðalvinnuvikan á Íslandi árið 2020 var 38 klukkustundir; 34,2 fyrir konur og 41,1 fyrir karla (Hagstofa Íslands, 2022b). Nýlegar rannsóknir benda einnig til þess að foreldrar á Íslandi, og þá sérstaklega mæður, séu undir álagi þegar reynt er að ná jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs (Andrea Hjálmsdóttir og Marta Einarsdóttir, 2019; Júlíus- dóttir o.fl., 2018). Bent hefur verið á í þessu sambandi að mæður séu mun líklegri en feður til þess að brúa umönnunarbilið frá fæðingarorlofi og þar til barnið kemst á leikskóla (Arnalds o.fl., 2019; Ingólfsdóttir og Gíslason, 2016) og endurteknar kannanir meðal foreldra á Íslandi sýna að undan- farin 20 ár hefur verið hæg en stöðug lækkun á hlutfalli mæðra sem finnst auðvelt að samræma vinnu og fjölskyldulíf (Arnalds, 2020). Þrátt fyrir aukna þátttöku karla í heimilishaldi á undanförnum árum sýna rannsóknir fram á að ábyrgðin á verkstjórn og skipulagi liggur oftast enn hjá konunni (DeGroot og Vik, 2020; Maskína, 2017). Þetta á einnig við hjá pörum sem hafa fram að foreldrahlutverki lagt áherslu á jafna skiptingu verka (Daminger, 2019). Greining Sharon Hays (1996) á hugmyndafræði ákafrar mæðrunar sýnir fram á hvernig uppeldi og það að vera uppalandi hefur orðið sífellt mikilvægari hluti af sjálfsmynd fullorðinna í vestrænum löndum, sérstaklega mæðra. Á sama tíma hefur farsælt barnauppeldi verið skilgreint sem „barna- miðað“ þar sem ætlast er til að móðir sökkvi sér í barnauppeldið og taki fulla ábyrgð á þroska barns síns, á sama tíma og hún treystir á sérfræðileiðsögn og vísindi til að kenna henni réttu handtökin (Lee o.fl., 2014). Ekki er hægt að horfa fram hjá þeirri þversögn að þessi ákafa, sérfræðingsmiðaða tegund mæðrunar birtist og er viðurkennd sem æskileg á sama tíma og þátttaka kvenna á vinnu- markaði eykst og samfélagslegar kröfur um jafnrétti verða háværari (Hays, 1996; Kanieski, 2010). Innbyggt í hugmyndafræði ákafrar mæðrunar er töluverð útvíkkun móðurhlutverksins, sem tengist einnig víðtækari hugmyndafræðilegum breytingum á skynjun okkar á börnum sem félagslegu auð- magni (Vandenbeld, 2014) og hugmyndum nýfrjálshyggjunnar um mæður sem hámarka möguleika barna sinna með upplýstri ákvarðanatöku (Murphy, 2000). Kröfur sem gerðar eru til barnshafandi kvenna um að stjórna líkama sínum á „ábyrgan hátt“ á meðgöngu og jafnvel fyrir getnað hafa aukist mjög á undanförnum árum og beinast að ýmsum þáttum, svo sem mataræði, áfengisneyslu, streitu,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.