Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 113

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 113
Sunna Símonardóttir og Hlédís Maren Guðmundsdóttir 113 .. stóð Covid-19 faraldurinn sem hæst og hafði hann áhrif á getu og vilja fólks til að koma saman. Rannsakendur þurfti því að sýna þátttakendum mikið svigrúm og skilning þegar þeir þurftu að hætta við þátttöku á síðustu stundu eða plön þeirra breyttust fyrirvaralaust. Áhrifa þessa gætir í rýnihópum en þar voru þátttakendur á bilinu tveir til fjórir, sem eru færri þátttakendur en talið er heppilegast að hafa í rýnihópum (Onwuegbuzie o.fl., 2009) og færri en rannsakendur lögðu upp með að hafa. Einnig má geta þess að viðmælendur í þeim einstaklingsviðtölum sem tekin voru áttu upphaflega að taka þátt í rýnihóp en áttu ekki heimangengt en vildu engu að síður eindregið taka þátt og því var þeim boðið í einstaklingsviðtöl. Umsjón með rýnihópum var í höndum annars höfundar, sem tók einnig einstaklingsviðtölin. Viðtalsrammi fyrir rýnihópa og viðtöl var unninn af fyrsta höfundi og í honum komu fram þau áhersluatriði sem fyrir fram þótti mikilvægt að spyrja út í en þau voru viðhorf til barneigna, foreldrahlutverk og verkaskipting, jafnrétti og samfélag. Viðtalsrammi var nokkuð opinn en rannsakendum þótti mikilvægt að skapa svigrúm til þess að umræður gætu þróast í ýmsar áttir og að þátttakendur hefðu tækifæri til þess að ræða eigin reynslu og skoðanir án hindrana. Þetta gekk eftir og voru þátttakendur allir virkir í samtali og umræðum í rýnihópunum. Viðtölin voru síðan afrituð frá orði til orðs og greind með aðferðum þemagreiningar (Braun og Clarke, 2006). Greining rýnihópaviðtala og einstaklingsviðtala fór fram með sama hætti og hófst á opinni kóðun (e. open coding), sem miðar að því að fanga endurtekin, mikilvæg þrástef í gögnunum sem mynda þemu. Báðir rannsakendur byrjuðu á því að hlusta á viðtölin til þess að ná yfirgripsmikilli þekkingu á þeim og þemagreindu þau síðan án þess að bera saman bækur sínar. Í kjölfarið unnu rannsakendur saman að lokagreiningu þar sem þær fínstilltu og sameinuðu þau þemu sem mynda hryggjarstykkið í greiningunni. Niðurstöður Heiti greinarinnar er bein tilvitnun úr frásögn Karítasar, sem er 25 ára og í sambúð. Hún lýsir þar ákveðinni togstreitu sem hún upplifir á milli þess að vera „með baby-fever í svona 6 mánuði ... sem virðist bara stigmagnast“ og hræðslunnar við að eignast barn í veröld þar sem „maður [er] alltaf að stara í ginið á ljóninu.“ Við fylgjum eftir þessari sterku mynd sem Karítas dregur upp og skiptum niðurstöðuköflum greinarinnar í þrjá undirkafla sem gera grein fyrir þeim þemum sem greind voru. Fyrsta þemað er Ljónin í farteskinu – fyrirmyndir og væntingar um kynjaðar byrðar, og þar er fjallað um fyrirmyndir þegar kemur að foreldrahlutverkum og verkaskiptingu innan heimilis. Annað þemað nefnum við Ljónin í veginum – „rétti tíminn“, en þar er fjallað um hugmyndir um réttan tíma til barneigna og þá þætti sem viðmælendum þykir mikilægt að séu til staðar áður en þær verða mæður. Þriðji undirkaflinn ber heitið Ljónagryfjan – kröfurnar og heimur á heljarþröm og vísar það í þær kröfur sem viðmælendur telja að gerðar séu til foreldra og sérstaklega mæðra, hvernig viðmælendur máta sig við foreldrahlutverkið eins og það birtist þeim í íslenskum samtíma og almenna sýn við- mælenda á umheiminn sem þær sem óöruggum stað sem er á barmi hamfarahlýnunar og óaftur- kræfra loftslagsbreytinga. Ljónin í farteskinu – fyrirmyndir og væntingar um kynjaðar byrðar Í farteski þátttakenda eru margvísleg félagsleg norm og viðmið, auk lærdóms úr eigin æsku og félagssamhengis. Barneignanorm, svo sem æskilegur aldur við barneignir, fjöldi barna og hvaða skilyrði skulu uppfyllt fyrir barneignir, eru félagslega mótuð og grundvallast á fyrirmyndum úr fjölskyldu, vinahópum og fjölmiðlum. Þátttakendur miða sig við eigin foreldra og sækja þar að auki félagslegan samanburð til jafnaldra sinna. Fjölskylduformið sem þær ólust upp við er þar einkar mótandi þáttur, en þátttakendur lýstu þar langflestir afar hefðbundinni kynjaðri verkaskiptingu þar sem móðirin sá annað hvort um allt sem viðkom heimilishaldi, eins og á æskuheimili Thelmu þar sem „mamma eldaði og gerði öll húsverkin“ eða þar sem verkum var skipt eftir hefðbundnum línum þar sem „mamma alltaf að elda og vaska upp, en aftur á móti vann pabbi lengri vinnudag og hann
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.