Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 119

Íslenska þjóðfélagið - 16.12.2022, Page 119
Sunna Símonardóttir og Hlédís Maren Guðmundsdóttir 119 .. margvíslegu menningarlegu skilaboðum sem beinast að mæðrum, þrátt fyrir að þær sjálfar séu ekki mæður. Þetta eru skilaboð sem snúast meðal annars um plastmagn í brjóstamjólk, mikilvægi örvunar og meðvitaðs leiks og mikilvægi holls mataræðis og virðingarríkra samskipta. Foreldrahlutverkið er þannig skilgreint sem eitthvað sem krefst töluverðs undirbúnings og rannsóknarvinnu til þess að fyrirbyggja mistök eða jafnvel vanrækslu. Viðhorfið inniber væntingar um ómögulega háar kröfur. Viðmælendur lýsa því frammistöðukvíða vegna þess hve auðvelt er að mistakast í hlutverkinu og hve margt getur farið úrskeiðis. Hugmyndir viðmælenda um hvað felst í góðu og viðeigandi uppeldi bera öll merki um að hugmyndafræði ákafrar mæðrunar (e. Intensive Mothering) hafi skotið traustum rótum í íslensku samfélagi. Þetta er í samræmi við erlendar rannsóknir sem sýna fram á sams konar hliðrun í átt að ríkjandi orðræðu um ákafa mæðrun. Samkvæmt forskrift ákafrar mæðrunar er árangursríkt uppeldi að öllu leyti barnsmiðað. Móðirin tekur alla ábyrgð á þeim ólíku þáttum sem lúta að þroska og velferð barnsins, en á að styðjast við ráð og leiðbeiningar sérfræðinga og vísindalegrar orðræðu um uppeldi og umönnun til þess að „kenna“ henni réttu handtökin (Hays, 1996). Þannig á sjálfsmynd móðurinnar fyrst og fremst að grundvallast á móðurhlutverkinu, sem er menningarlega skilgreint sem erfiðara, tímafrekara og flóknara en áður þekktist (Badinter, 2012; Crossley, 2009; Maher og Saugeres, 2007). Í ljósi þess hve erfitt það er að uppfylla sívaxandi kröfur um ákafa mæðrun er því skiljanlegt að margar konur velji að fresta barneignum þangað til þær álíta að þær séu betur í stakk búnar til þess að geta uppfyllt kröfurnar og um leið tilbúnar til að fórna eigin hagsmunum (Beck og Beck- Gernsheim, 2002). Það að vera „tilbúin“ til að eignast börn er því ekki aðeins tengt hugmyndum um sjálfsuppfyllingu, en einnig mati á hvenær þær geti búist við að búa yfir hæfni til að vera „góðar“ mæður. Það er áhugavert að sjá að þó að viðmælendur okkar sjái brotalamir í ásýnd jafnréttisamfélagsins þegar kemur að ábyrgð og skyldum mæðra og feðra þá setja þær ekki sömu spurningarmerki við þá hugmyndafræði einstaklingshyggju og ákafrar mæðrunar sem einkennir foreldrahlutverkið. Það virðist ekki vera mikið svigrúm til að þess að sníða foreldrahlutverk að eigin þörfum, lífsstíl eða löngunum, eða með öðrum orðum að gera það að sínu. Eins og Faircloth (2021) hefur bent á er ákveðin mótsögn á milli tveggja hugsjóna sem mætir ungu fólki í dag. Þar eru annars vegar hugmyndir um æskileg parasambönd, þar sem jafnrétti, nánd og sjálfstæði eru eiginleikar sem eru metnir mikils, og hins vegar sambönd foreldra við börn sín þar sem áherslan er gríðarlega ójöfn og kynjuð. Móðir sem fórnar sér er alltaf til staðar og sækir sjálfsmynd sína í stöðu sína sem móðir. Viðmælendur okkar eru að kljást við þessa mótsögn á eigin skinni. Birtingarmyndir kvíða í viðtölunum eru ekki aðeins einstaklingsbundnar heldur má segja að kvíði um óvissa framtíð sé ákveðið leiðarstef. Margir viðmælendur lýsa þannig viðhorfi sínu til umheimsins sem óöruggs staðar sem er á barmi hamfarahlýnunar og óafturkræfra lofstlagsbreytinga og því má kannski segja að kynslóðin sem hér er til umfjöllunar sé á einhvern hátt öðruvísi, og að takast á við nýjan veruleika. Þetta er í samræmi við niðurstöður Helm o.fl. (2021) sem benda til þess að margt ungt fólk í dag hafi verulegar áhyggjur af framtíðinni og sé að takast á við mikinn kvíða vegna loftslagsbreytinga. Niðurstöður okkar benda því til þess að ungar konur upplifi margvíslegar hindranir, eða ljón í veginum þegar kemur að foreldrahlutverkinu. Þær tilheyra kynslóð ungra kvenna sem býr yfir miklu frelsi þegar kemur að barneignum, hvort þær vilji börn, með hverjum, hvenær og hve mörg. Ungar konur hafa verið skilgreindar sem fyrirmyndarviðföng nýfrjálshyggjunnar (McRobbie, 2007) þar sem nýfengið valfrelsi þeirra og möguleikar séu endalausir. En frelsi dagsins í dag fylgir líka sú vissa að frelsið sé einungis tímabundið og að láni, því að kynjaðar byrðar foreldrahlutverksins og samfélaglegar kröfur um ákafa mæðrun muni sníða þeim þröngan stakk þegar þær ganga inn í það. Í samfélagslegri orðræðu sem ber keim af póstfemínisma og hampar persónulegri ábyrgð og vali getur reynst auðvelt að hunsa hið víðara menningarlega samhengi og þá félagslegu krafta sem leið- beina og stýra. Í slíku tómarúmi þykir ungum konum erfitt að sjá fyrir sér hvernig þær geti uppfyllt vaxandi kröfur um „góða“ og ábyrga mæðrun í samfélagi sem einkennist af lífsgæðakapphlaupi, einstaklingshyggju og yfirvofandi loftslagssvá.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Íslenska þjóðfélagið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska þjóðfélagið
https://timarit.is/publication/1165

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.