Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Qupperneq 15
standa, að við munum ekki láta hana stöðva baráttu okkar á nokk-
urn hátt.
Um verkefni þessa þings vil ég að öðru leyti segja það, að fyrir
þinginu liggja drög að stefnuskrá Alþýðusambandsins, hinni fyrstu
eftir fullan aðskilnað faglegu hreyfingarinnar og Alþýðuflokksins
um 1940. Eins og málum er háttað í verkalýðshreyfingunni, má öll-
um vera Ijóst, að gerð slíkrar stefnuskrár, sem ætlað er að verða
leiðbeinandi um störf Alþýðusambandsins um nokkurt skeið — er
rnikið vandaverk, því pólitískur skoðanaágreiningur er meiri í okkar
hreyfingu en víðast annars staðar, og gerð slíkrar stefnuskrár er
kins vegar fjarri því að ná tilgangi sínum, ef yfirgnæfandi meiri-
kluti þeirra, sem samtökin skipa, una henni ekki sæmilega vel. Á
hinn bóginn væri það, að mínu viti, ein besta afmælisgjiifin, sem
við gætum gefið samtökum okkar, og um leið okkur sjálfum, ef
okkur tækist að sanna það með góðri samstöðu um stefnuskrána á
þessu þingi, að þau séu bæði bær og fær um að marka stefnu sam-
takanna til nokkurs tíma í flestum þeim málefnum, sem varða hags-
muni og velferð verkalýðsstéttarinnar, þótt við skipum okkur í hina
ýmsu stjórnmálaflokka. Við skulum vona að þetta takist og að verka-
lýðshreyfingin standi sterkari og samhentari eftir en áður.
Auk þeirra málefna, sem ég nú hefi lítillega drepið á, mun þetta
þing óhjákvæmilega þurfa að útkljá ýmis innri málefni Alþýðu-
sambandsins, svo sem þau, er varða fjárhagsmálefni þess og hugsan-
íegar lagabreytingar í því sambandi, og að lokum þingsins að kjósa
ser stjórn, sem falið verður það erfiða og vandasama heiðursstarf að
leiða baráttu verkalýðshreyfingarinnar á næsta kjörtímabili. Ég læt
* Ijósi þá von, að þessi þáttur þingstarfanna, sem og öll önnur,
reynist Alþýðusambandinu og allri íslensku verkalýðshreyfingunni
til farsældar og sóma.
Góðir félagar og þingfulltrúar, ég lýsi 33. þing Alþýðusambands
Éslands sett.
Latnir félagar.
Þegar forseti hafði sett þingið, minntist hann félaga innan verka-
lýðshreyfingarinnar, sem látist höfðu frá því að 32. þing ASÍ var
haldið 1972:
Eins og að líkum lætur, liafa margir liðsmanna verkalýðshreyf-
11