Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Side 102

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Side 102
menntun, sem það á kost á og auk þess ætlað að afla sér hennar utan fulls vinnutíma við framleiðslustörfin í þjóðfélaginu. Þingið vill ennfremur minna á, að innan verkalýðshreyfingarinn- ar er meginþorri þess fólks, sem mesta þörf hefur fyrir fullorðins- fræðslu og einnig endurhæfingu til starfa. Þetta fólk hefur strax að loknu skyldunámi farið út í atvinnulífið og ekki átt þess kost að njóta frekara skólanáms en frumfræðslunnar. Ollum má vera ljóst, að þau vinnubrögð, sem birst hafa í aðgerðar- og skilningsleysi á fullorðins- og verkalýðsfræðslunni, boða ekki breytingu á misrétti, sem þó er miklu meira og alvarlegra en almenningur og valdhafar þjóðarinnar hafa gert sér grein fyrir til þessa. Enn eitt dæmið um andstöðu ríkjandi stéttar og ríkisvalds henn- ar kemur fram í því, að í tveim síðustu kjarasamningum hefur verið borin fram krafa um framlag atvinnuveganna í fræðslusjóði verka- lýðshreyfingarinnar. í bæði skiptin hefur sú krafa horfið einna fyrst úr allri umræðu með algerri neitun atvinnurekenda. Þingið telur, að við slíka neitun megi ekki una í þriðja sinn, og fulltrúar verka- lýðsfélaganna í næstu kjarasamningum verði að standa einhuga að þessari kröfu og knýja hana fram. En það eru ekki aðeins valdhafar og fjármagn, sem öllu ráða um úrbætur í þessum efnum. Fólkið í verkalýðsfélögunum verður hér sem á öðrum sviðum verkalýðsbaráttunnar að skilja, að menntunar- og fræðslustarfið er grundvöllurinn að persónulegri og félagslegri vitund einstaklinganna í verkalýðshreyfingunni, samstöðunni og lýð- ræðinu. Þingið lítur svo á, að grundvallarskilyrði fyrir nýrri sókn í fræðslu- málum verkalýðshreyfingarinnar sé, að endurvakin sé virðingin fyr- ir frístundinni. Afnumin verði þörfin fyrir aukavinnu sem tekju- stofni. Sá skilningur þarf að verða ríkjandi, að fræðslan og frístunda- námið sé ekki aðeins brýn hagsmunaleg nauðsyn, heldur og menn- ingarlegur og félagslegur orkugjafi. Þess vegna er það krafa okkar, að unnt sé að lifa af dagvinnutekjum og að verkalýðsfélögin setji ákveðið mark á leyfilega yfirvinnu, svo sem tíðkast í mörgum lönd- um. Annað meginverkefni verkalýðsfélaganna er að virkja trúnaðar- menn vinnustaðanna til starfa í þágu fræðslumálanna, því reynslan hefur sýnt, að það er nær óhugsandi að rækja fræðslustarf í verka- 98
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.