Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 29.11.1976, Blaðsíða 106
lögunum um aðgang starfsfólks að góðri fundar- og kennslu-
aðstöðu í viðkomandi fyrirtæki.
5. Að trúnaðarmaður verkafólks á vinnustöðum hafi vald til að
stöðva vinnu, sem að hans mati felur í sér slysahættur og/eða
heilsuspillandi áhrif, þar til sameiginlegur úrskurður Heilbrigð-
iseftirlits eða Öryggiseftirlits og trúnaðarmanns og verkalýðs-
félags liggur fyrir, varðandi tilefni stöðvunarinnar.
6. Að verkafólki sé heimilt að leggja niður vinnu, án þess að
launagreiðslur til þess falli niður, ef atvinnurekandi fram-
kvæmir ekki samningsákvæði um aðbúnað og hollustuhætti eða
framkvæmir ekki fyrirmæli laga og reglugerða Heilbrigðis- og
Öryggiseftirlits ríkisins.
7. Að heilbrigðisyfirvöld geri sér Ijósa þýðingu vinnustaðanna með
tilliti til þess, að á þeim má finna ástæður margra alvarlegra
sjúkdóma og sjái til þess, að greinargóðar upplýsingar liggi fyrir
um fjölda vinnuslysa og orsakir heilsutjóns á vinnustað.
Heilbrigðiseftirlit ríkisins geri starfsskrá varðandi eftirlit með
heilbrigði og vclferð verkafólks á vinnustöðum, sbr. 100. gr.
Heilbrigðisreglugerðar frá 8. febr. 1972.
8. Að verkalýðshreyfingin tryggi með samningum enn frekar en
nú er, að á vinnustöðum sé allur tiltækur hlífðar- og öryggis-
búnaður fyrir verkafólk, og verkafólk noti þennan búnað und-
anbragðalaust.
9. Að þar sem óhjákvæmilegt er að vinna með skaðlegum efnum,
eða undir óeðlilegu vinnuálagi, skuli vinnutími styttur, án
launaskerðingar.
10. Að á vinnustöðum, þar sem myndast skaðleg úrgangsefni við
framleiðsluna, skuli vera fullnægjandi búnaður, sem kemur í
veg fyrir spillingu um hverfisins.
11. Að þær stofnanir, sem fjalla um öryggis- og heilbrigðismál
verkafólk's á vinnustöðum, verði sameinaðar í eina stofnun og
um leið fari fram gagnger endurskoðun á vinnustaðaeftirliti og
við slíka stofnun vinni sérmenntaðir menn frá sem flestum
greinum atvinnulífsins.
12. Að upp verði teknar á kerfisbundinn hátt rannsóknir vara-
samra efna í samvinnu við hin Norðurlöndin, og að launþega-
samtökin fái að fylgjast með og taka þátt í skipulagi slíkra
102