Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 9

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 9
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 7 Arna Borg Einarsdóttir er hjúkrunarfræðingur á Heilsugæslunni Seltjarnarnesi og Vesturbæ. Hún hefur um árabil haldið utan um sykursýkismóttökur á stöðinni en þar er einnig boðið upp á lífsstílsráðgjöf. Arna er einn af stofnendum nýlegrar fagdeildar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem sinnir einstaklingum með sykursýki og er jafnframt í stjórn Félags fagfólks um offitu. Auk þess er Arna í þróunarhóp um heilsueflandi móttöku innan heilsugæslunnar. Við heyrðum í Örnu og fengum hana í viðtal. Hvernig kom það til að þú fórst að vinna hjá heilsugæslunni? „Ég vissi frekar lítið um heilsugæsluna þegar ég útskrifaðist úr hjúkrun fyrir 36 árum síðan og hafði árin eftir útskrift engin áform um að vinna við heilsugæslu, fannst það eiginlega vera fyrir þá sem nenntu ekki að vinna á spítalanum. Það má segja að það hafi verið fyrir hálfgerða tilviljun að ég byrjaði að vinna innan heilsugæslunnar en hér er ég búin að vera í 21 ár. Það var mjög áhugavert og í raun mikill lærdómur fyrir mig að fara úr gjörgæsluumhverfi spítalans inn í umhverfi þar sem unnið er að fyrsta og annars stigs forvörnum, að reyna að hafa áhrif á að fólk þrói ekki með sér sjúkdóma og kvilla. Sem hjúkrunarfræðingur innan skólaheilsugæslunnar, en ég starfaði lengi á þeim vettvangi, fannst mér mjög áhugavert að vinna að forvörnum og fræðslu. Það er skólaskylda og auðvelt að ná til allra barna í skólanum með fræðslu sem hæfir aldri og þroska. Fræðsla innan skólaheilsugæslunnar hefur verið í stöðugri þróun og er aðgengileg skólahjúkrunarfræðingum um allt land. Segja má að reynsla mín af skólaheilsugæslunni hafi leitt mig út í meistaranám í lýðheilsufræðum sem ég lauk frá Háskólann í Reykjavík árið 2009. Með því að starfa náið með börnum á öllum aldri, foreldrum og skólasamfélaginu áttar maður sig vel á hvaða áhrifaþættir heilbrigðis skipta mestu máli, ekki síst þegar horft er til framtíðar.“ Arna segir að sem heilbrigðisstarfsmaður innan skólakerfisins hafi bakland hennar alltaf verið heilsugæslan og samstarfsfólkið hennar þar. „Eftir að ég færði mig úr skólaheilsugæslunni og kom alveg inn á heilsugæslustöðina varð þróunin sú að ég tók að mér að halda utan um hóp þeirra einstaklinga sem voru greindir með sykursýki. Segja má að sykursýkismóttakan hafi verið með því fyrsta sem heilsugæslan gerði í þessum móttökum en þá var nú frekar langt í hugtakið heilsueflandi móttaka. Vísindalegar rannsóknir höfðu staðfest að ef við héldum vel utan um þennan tiltekna hóp með reglulegum innköllunum og eftirliti þá myndi fólki vegna betur. Þetta er samt frekar flókið þar sem fólk með sykursýki finnur oft ekki mikið fyrir einkennum sem eiga svo jafnvel eftir að ágerast og verða mjög alvarleg. Það hefur verið áskorun að halda fólki við efni en það má segja að galdurinn við heilsueflingu sé að finna áhugahvötina hjá hverjum og einum. Finna út hvort fólk sé tilbúið til að gera breytingar á sínum lífsstíl með það að markmiði að bæta heilsuna og í framhaldi hvaða breytingar. Þetta er ekki einfalt. Við þekkjum öll hvað það getur verið erfitt að breyta til, jafnvel þó að við vitum að það sé bráðnauðsynlegt,“ segir Arna. Hvernig er heilsugæslan ólík annarri þjónustu innan heilbrigðiskerfisins? ,,Heilsugæslan ætti að vera fyrsti viðkomustaður fólks ef eitthvað bjátar á tengt heilsunni. Minni háttar slys, veikindi og andleg vanlíðan eru dæmi um það. Eins og ég nefndi áður er það einnig hlutverk heilsugæslunnar að sjá um eftirlit og heilsueflingu í grunnskólum, mæðravernd og í ung- og smábarnavernd. Hjúkrunarfræðingar sjá að miklu leyti um þessa þjónustu í góðri samvinnu við annað heilbrigðisstarfsfólk stöðvarinnar. Við erum með öfluga hjúkrunamóttöku, þar sem við tökum á móti fólki sem kemur inn á stöðina með ýmiss konar vandamál, auk þess sem fólk hringir mikið til okkar og leitar ráða. Okkur finnst við vera í góðu sambandi við fólkið á svæðinu, erum aðgengileg og reynum að klára flest erindi innan heilsugæslunnar eða koma þeim í farveg.“ „Það er óásættanlegt að fordómar í samfélaginu komi í veg fyrir að foreldrar þiggi stuðning áður en vandinn fer að hafa neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu barnsins. Það þarf vitundarvakningu í samfélaginu til að hægt sé að nálgast sjúkdóminn offitu eins og aðra sjúkdóma.“ Viðtal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.