Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 18
16 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021
og fleira fagfólk erum alltaf á bakvakt og getum
verið kölluð út hvenær sem er en útkallsbyrðin er
venjulega ekki mjög þung,“ útskýrir hún og bætir
við að grundvallaratriði til þess að hægt sé að sinna
fæðingarþjónustu á svæðinu sé að það sé svæfing
á staðnum svo hægt sé að framkvæma keisara.
Allt helst þetta þannig í hendur og krefst þess að
mannskapur sé til staðar ef á þjónustunni þarf að
halda.
Eiginmaðurinn nýútskrifaður
hjúkrunarfræðingur
Hvernig er hefðbundinn vinnudagur á sjúkrahúsinu
á Ísafirði? ,,Ég er í 60% starfi á legudeildinni sem
er hand- og lyflækningadeild og þar er ég aðallega
á dagvöktum því við hjónin erum með börn en
maðurinn minn er líka hjúkrunarfræðingur. Hann var
að útskrifast núna í vor og við reynum eftir fremsta
megni að vinna á móti hvort öðru þannig að annað
okkar sé þá heima hjá börnunum. Við vorum að taka
að okkur tvö yndisleg fósturbörn og reynum þess
vegna að vera eins mikið og við getum heima til að
sinna þeim og dóttur okkar. En hittist þið hjónin þá
mikið? ,,Nei, að vísu ekki nógu mikið en þetta er bara
tímabundið og við látum þetta ganga með aðstoð
góðra vina og ættingja,“ segir Sara ánægð að búa í
heimabænum nærri sínu fólki.
En hvernig kom það til að eiginmaðurinn ákvað líka
að skella sér í hjúkrunarfræði? ,,Þegar við bjuggum
úti í Noregi fór hann að vinna aðhlynningarstarf
,,Í mörgum tilfellum er
hlutverk mitt, ásamt
samstarfsfólki, að sinna
bráðveiku fólki á meðan
beðið er eftir sjúkraflugi á
Landspítalann, …“
vantaði svæfingahjúkrunarfræðing því sá sem vann
hérna í mörg ár var alveg að fara á eftirlaun á þessum
tíma. Það má því segja að valið hafi að hluta til ráðist
af vöntun á svæfingahjúkrunarfræðingi á Ísafjörð og
spítalinn studdi mig í að fara til Reykjavíkur í námið.“
Alltaf á bakvakt
Sara kláraði diplóma árið 2018 og hefur síðan þá
starfað sem svæfingahjúkrunarfræðingur, sá eini
á Vestfjörðum, hvernig gengur það? ,,Ég er alltaf
á bakvakt, alla daga og get ekki farið úr bænum
nema fá afleysingu sem er mjög bindandi. En þetta
er sem betur fer að breytast núna, ég er farin að fá
reglulegar afleysingar eina viku í mánuði, um það
bil, og þær sem voru með mér í svæfinganáminu
hafa verið duglegastar að koma og leysa mig af. Það
sem breytti stöðunni og auðveldaði mér mikið að fá
fólk til að koma er að við fengum nýja svæfingavél
í fyrra sem góðgerðarsamtökin Stöndum saman
Vestfirðir, gáfu. Gamla vélin var allt öðruvísi en sú
sem er á Landspítalanum en það flækir málin að
vera með öðruvísi og eldri tæki. Ákveðið var að
kaupa alveg eins vél og er á Landspítalnum því
þegar tækin eru orðin kunnugleg þá er auðveldara
að fá fólk til að koma hingað í afleysingar. Það er
ekki svæfingalæknir á Vestfjörðum og eiginlega
ekki grundvöllur fyrir því, nema þá í hlutastarfi,
það er of lítið að gera eingöngu í svæfingum. Það
kemur stundum svæfingalæknir hingað, sá er héðan
og leysir af á heilsugæslunni og mig af í leiðinni.
Venjulega vinna svæfingahjúkrunarfræðingar og
svæfingalæknar mjög náið saman en þar sem hér
er ekki svæfingalæknir alla jafna svæfi ég ekki fólk
með flókin veikindi, við veljum hraust fólk sem fer
í fyrir fram ákveðnar aðgerðir. Aðalástæðan fyrir
því að hafa svæfingahjúkrunarfræðing á vakt eru
bráðatilfellin, eins og til dæmis heilablæðingar,
öndunarvegserfiðleikar, botnlangaaðgerðir, keisarar
og endurlífganir. Í mörgum tilfellum er hlutverk mitt,
ásamt samstarfsfólki, að sinna bráðveiku fólki á
meðan beðið er eftir sjúkraflugi á Landspítalann,“
útskýrir Sara en hver er þá staðan þegar það verða
slys eða óvænt bráðatilfelli í þessum landsfjórðungi
sem nær yfir stórt svæði og langt í bráðaþjónustu
Landspítalans? ,,Ég, skurðhjúkrunarfræðingar, læknar
Viðtal