Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 29
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 27 Sóttkví í orlofi Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) telur það skýrt að hjúkrunarfræðingar eiga ekki að nota orlofsdaga þá daga sem þeir eru í sóttkví. Dæmi eru um að ríkisstofnanir hafi túlkað það þannig að umræddur tími í sóttkví teljist til orlofs, óháð því hvort viðkomandi hafi tilkynnt sóttkví eður ei. Fíh og önnur heildarsamtök og stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa óskað eftir því að stjórnvöld tryggi að starfsfólk ríkisstofnana þurfi ekki að nota orlofsdaga þurfi það að fara í sóttkví í orlofi sínu. Fíh, ASÍ, BSRB, BHM, KÍ og LÍ hafa sent sameiginlegt erindi á kjara- og mannauðssýslu ríkisins vegna réttarstöðu starfsfólks sem gert er að sæta sóttkví í orlofi sínu. Fíh og önnur heildarsamtök og stéttarfélög opinberra starfsmanna hafa óskað eftir því að stjórnvöld tryggi að starfsfólk ríkisstofnana þurfi ekki að nota orlofsdaga þurfi það að fara í sóttkví í orlofi sínu. Í sameiginlegu bréfi Fíh, heildarsamtaka og stéttarfélaga til Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er bent á að borið hafi á því að ríkisstofnanir neiti að breyta orlofsskráningu starfsfólks hafi það þurft að sæta sóttkví að fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda, meðan á sumarorlofi stendur. Rökstuðningur stofnana fyrir því er að farið sé eftir svörum Kjara- og mannauðssýslu ríkisins. Undir bréfið ritaði forsvarsfólk Fíh, Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, Kennarasambands Íslands, BSRB og Læknafélags Íslands. „Finna má fjölmörg dæmi þar sem ríkisstofnanir hafa svarað starfsfólki sínu þannig að umræddur tími í sóttkví teljist til orlofs, óháð því hvort viðkomandi hafi tilkynnt um sóttkví eður ei, líkt og ber að gera vegna veikinda í orlofi. Þessari túlkun erum við ósammála og teljum að við þessar aðstæður eigi starfsfólk rétt á því að fresta orlofstöku sinni og ljúka henni í samráði við vinnuveitanda eins fljótt og hægt er eftir að sóttkví lýkur,“ segir meðal annars í bréfinu. Í bréfinu er óskað eftir því að Kjara- og mannauðssýsla ríkisins endurskoði afstöðu sína og upplýsi ríkisstofnanir um þá breytingu, enda samræmist núverandi túlkun hvorki lögum né ákvæðum kjarasamninga. Það er mat Fíh og annarra samtaka launafólks að sóttkví í orlofi megi jafna við veikindi í orlofi. Þar er skýrt að veikist starfsfólk í orlofi telst sá tími sem það er veikt ekki til orlofs. Þá er bent á að niðurstaða Kjara- og mannauðssýslu ríkisins samræmist ekki markmiðum laga um tímabundnar greiðslur vegna launa einstaklinga í sóttkví. Með því að halda orlofsskráningu til streitu sé komið í veg fyrir að starfsfólkið geti sótt um greiðslu launa í sóttkví. Óskað er eftir formlegri afstöðu og viðbrögðum Kjara- og mannauðssýslu ríkisins til málsins. Félögin vilja reyna að ná farsælli niðurstöðu sem fyrst. „Þess skal getið að mál sem þessi eru í síauknum mæli að valda starfsfólki sem og stéttarfélögum erfiðleikum vegna óskýrra skilaboða sem og síbreytilegra reglna ríkisstofnana og því nauðsynlegt að bregðast við sem fyrst,“ segir í bréfi heildarsamtakanna og verkalýðsfélaganna. Þar segir jafnframt að náist ekki farsæl niðurstaða í þessu máli geti reynst nauðsynlegt að fá úr því skorið fyrir dómstólum. Bréf Fíh og annarra samtaka launafólks til Kjara- og mannauðssýslu ríkisins má finna í frétt á hjukrun.is Kjara- og réttindasvið Fíh Texti: Harpa Júlía Sævarsdóttir Harpa Júlía Sævarsdóttir, sérfræðingur í kjaramálum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.