Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 34
32 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 upphafi, er dugleg að bjóða okkur heim í mat, alla vega einu sinni til tvisvar á ári og þá er mikið fjör,“ segir Anna Soffía og hlær innilega. Hvernig kom nafnið á liðinu til; Dætur Jordans? ,,Við munum ekki hvernig það kom til en þetta er flott nafn,“ segir Anna Soffía en Hallveig sem er á leið inn í búningsklefa þegar hún heyrir spjall okkar bætir við: „Við bara elskum Michael Jordan, þetta er líka frekar skondið nafn því þegar við förum á mót að keppa þá gerir fólk örugglega ráð fyrir því að við séum rosalega góðar; Dætur Jordans hljóta að vera góðar úr því þær kenna sig við einn besta körfuboltamann fyrr og síðar,“ segir Hallveig og brosir. Þær létu teikna fyrir sig lógó og létu merkja búningana. Ritstýran stenst ekki mátið og fær að taka mynd af einni treyjunni enda húmor í þessari hönnun þar sem sjálfur meistarinn er í pilsi. Dætur Jordans stendur svo með áberandi stöfum fyrir neðan. Skórnir og sokkarnir eru svo í stíl; Jordan og aftur Jordan, það fer ekki á milli mála að hann er í uppáhaldi hjá liðinu, að minnsta kosti þessum elstu, þótt hann sé hættur að keppa fyrir löngu síðan, það er aukaatriði. Einu sinni stjarna, ávallt stjarna. Hvernig hafið þið náð að halda hópinn í rúm 30 ár? ,,Við erum nokkrar, kjarninn í hópnum, sem höfum verið með frá upphafi og svo eru aðrar sem eru kannski með einn vetur eða nokkra eins og gengur. En á seinni árum tókum við upp á því að merkja við þær sem mæta í þar til gerðan kladda og til að byrja með var það þannig að þær sem létu vita ef þær komust ekki á æfingu fengu samt hálft stig en svo var ákveðið að hætta að gefa þessi hálfu stig. Þær sem mættu fengu stig og svo voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Sú sem mætti oftast yfir veturinn var krýnd með kórónu og það eru nokkrar sem hafa fengið hana oftar en einu sinni,“ segir Anna Soffía og ljóst að kladdi og kóróna er ágætis leið til að fá Dætur Jordans til að mæta í salinn og taka æfingu. Sumar af þeim sem hafa tilheyrt hópnum frá upphafi, voru um fertugt þegar körfuboltaævintýrið byrjaði og eru því komnar á aldur núna. Eru hættar að vinna en hætta samt ekki mæta á æfingar hjá Dætrum Jordans eða hvað? „Nei, tvær eru hættar að vinna og ein hættir fljótlega en þær missa helst ekki af æfingu.“ Enda engin ástæða til og eflaust er það körfuboltinn sem heldur þessum tveimur sjötugu körfuboltapíum, Halldóru Krisjándóttur og Hallveigu Finnbogadóttur, svona unglegum „Við bara elskum Michael Jordan, þetta er líka frekar skondið nafn því þegar við förum á mót að keppa þá gerir fólk örugglega ráð fyrir því að við séum rosalega góðar ...“ Dætur Jordans
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.