Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 34

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 34
32 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 upphafi, er dugleg að bjóða okkur heim í mat, alla vega einu sinni til tvisvar á ári og þá er mikið fjör,“ segir Anna Soffía og hlær innilega. Hvernig kom nafnið á liðinu til; Dætur Jordans? ,,Við munum ekki hvernig það kom til en þetta er flott nafn,“ segir Anna Soffía en Hallveig sem er á leið inn í búningsklefa þegar hún heyrir spjall okkar bætir við: „Við bara elskum Michael Jordan, þetta er líka frekar skondið nafn því þegar við förum á mót að keppa þá gerir fólk örugglega ráð fyrir því að við séum rosalega góðar; Dætur Jordans hljóta að vera góðar úr því þær kenna sig við einn besta körfuboltamann fyrr og síðar,“ segir Hallveig og brosir. Þær létu teikna fyrir sig lógó og létu merkja búningana. Ritstýran stenst ekki mátið og fær að taka mynd af einni treyjunni enda húmor í þessari hönnun þar sem sjálfur meistarinn er í pilsi. Dætur Jordans stendur svo með áberandi stöfum fyrir neðan. Skórnir og sokkarnir eru svo í stíl; Jordan og aftur Jordan, það fer ekki á milli mála að hann er í uppáhaldi hjá liðinu, að minnsta kosti þessum elstu, þótt hann sé hættur að keppa fyrir löngu síðan, það er aukaatriði. Einu sinni stjarna, ávallt stjarna. Hvernig hafið þið náð að halda hópinn í rúm 30 ár? ,,Við erum nokkrar, kjarninn í hópnum, sem höfum verið með frá upphafi og svo eru aðrar sem eru kannski með einn vetur eða nokkra eins og gengur. En á seinni árum tókum við upp á því að merkja við þær sem mæta í þar til gerðan kladda og til að byrja með var það þannig að þær sem létu vita ef þær komust ekki á æfingu fengu samt hálft stig en svo var ákveðið að hætta að gefa þessi hálfu stig. Þær sem mættu fengu stig og svo voru veitt verðlaun fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Sú sem mætti oftast yfir veturinn var krýnd með kórónu og það eru nokkrar sem hafa fengið hana oftar en einu sinni,“ segir Anna Soffía og ljóst að kladdi og kóróna er ágætis leið til að fá Dætur Jordans til að mæta í salinn og taka æfingu. Sumar af þeim sem hafa tilheyrt hópnum frá upphafi, voru um fertugt þegar körfuboltaævintýrið byrjaði og eru því komnar á aldur núna. Eru hættar að vinna en hætta samt ekki mæta á æfingar hjá Dætrum Jordans eða hvað? „Nei, tvær eru hættar að vinna og ein hættir fljótlega en þær missa helst ekki af æfingu.“ Enda engin ástæða til og eflaust er það körfuboltinn sem heldur þessum tveimur sjötugu körfuboltapíum, Halldóru Krisjándóttur og Hallveigu Finnbogadóttur, svona unglegum „Við bara elskum Michael Jordan, þetta er líka frekar skondið nafn því þegar við förum á mót að keppa þá gerir fólk örugglega ráð fyrir því að við séum rosalega góðar ...“ Dætur Jordans

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.