Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 37

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 37
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 35 HJÚKRU N AR FR Æ ÐINEMINN SITUR FYRIR SVÖRUM Helga Jóhannsdóttir ? Eftirminnilegasti kennarinn ætti að fá Óskarinn fyrir leikþætti í færnisetrinu Nafn: Helga Jóhannsdóttir, nemi á fjórða ári. Aldur: 25 ára Hvers vegna valdir þú hjúkrunarfræði? Ég er mjög mikill hrakfallabálkur og hef þess vegna þurft að heimsækja heilbrigðisstofnanir frá því að ég man eftir mér, auk þess fannst mér búningarnir sem hjúkrunarfræðingarnir voru í svo flottir, það var því ekki aftur snúið, ég ákvað að fara í hjúkrun. Skemmtilegasta fagið? Heilsugæsla og samfélagið. Eitthvað sem hefur komið á óvart í náminu? Hvað það er virkilega krefjandi en skemmtilegt á sama tíma. Hvað, ef eitthvað, finnst þér vanta í námið? Það eru samskiptaáfangar í náminu sem eru gríðarlega mikilvægir. Þeir mættu vera fleiri, eða gera þá stærri. Mér finnst slíkir áfangar gera svo mikið fyrir skjólstæðinga heilbrigðiskerfisins og þeir hvetja líka til einstaklingsbundinnar hjúkrunar. Eftirminnilegasti kennarinn? Þorsteinn Jónsson fær þennan heiður, hann hefur óbilandi trú á öllum nemendum. Einnig ætti hann að fá Óskarinn fyrir leikþætti sína í færnisetrinu. Önnur menntun, lærðir þú eitthvað annað áður en þú ákvaðst að fara í hjúkrun? Nei, stefnan hefur alltaf verið á hjúkrun. Fyrirmyndir í lífinu og/eða hjúkrun? Ég lifi við þau forréttindi að hafa margar fyrirmyndir í mínu lífi. Foreldrar mínir eru klárlega þær manneskjur sem ég lít hvað mest upp til, bróðir minn hefur líka kennt mér margt. Ömmur mínar eru valkyrjur en önnur þeirra setti Íslandsmet í hástökki 70 ára og eldri um árið, hún er alveg mögnuð manneskja. Draumastarfið? Heilsugæsluhjúkrun, forstjóri jafnvel. Veit ekki alveg en ég hef háleit markmið. Hvað heillar þig mest við hjúkrunarfræði? Klárlega hvað hjúkrunarfræðin er fjölbreytt, þú getur algjörlega fundið eitthvað við þitt hæfi og getur nánast verið viss um að fá vinnu í hvaða heimshorni sem er. Mælirðu með þessu námi? Ég mæli 100% með þessu námi, þetta er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt nám sem hefur átt sinn þátt í því að móta mig sem einstakling. Það er ekki bara þetta klíníska nám, heldur lærir maður líka mikið í mannlegum samskiptum. Besta nestið? Þegar ég gleymi nestinu heima og næli mér í kjúklingasalat í Hámu. Hvernig slakar þú á eftir erfiðan dag? Ég á mjög góðan sófa þar sem ég slaka vel á. Uppáhaldshreyfingin? Það er síbreytilegt, ég hef gaman af því að fara út að skokka og hlusta þá á gott hlaðvarp í leiðinni. Ég er svo farin að mæta á íshokkíæfingar fyrir byrjendur og það er með því skemmtilegra sem ég hef gert. Þrjú stærstu afrek þín í lífinu hingað til Næla mér í algjöran súkkulaðibita af manni og eignast tvær gullfallegar dætur með honum. Hvað gerir þú fyrir umhverfið? Flokka rusl, nota fjölbreyttan ferðamáta, það er að segja ég nota ekki bílinn þegar áfangastaðurinn er í göngufæri og nota einnig almenningssamgöngur. Ég er mjög meðvituð um neysluvenjur, fer ekki svöng í búðina og forðast þannig að kaupa of mikið og henda ónýtum mat. Hvað gleður þig mest? Fjölskyldustund á föstudegi eftir langa viku, heimgerð pítsa, popp og bíómynd. Hvað hryggir þig helst? Þegar þeir sem eru mér nákomnir eiga í erfiðleikum. Uppáhaldsveitingastaður? Ég á mér engan uppáhaldsveitingastað en þegar ég fer heim þarf ég að fá mér brauðstangir með bernaise-sósu á Greifanum á Akureyri. Fallegasta borg sem þú hefur heimsótt? Munich í Þýskalandi fær þann heiður en St. Petersburg hefur sína kosti líka. Besti bar fyrir hamingjutíma? Götubarinn á Akureyri er einstaklega kósí. Dýrmætasti hlutur sem þú átt? 60 ára gamall skápur sem amma mín fékk í fermingargjöf Ef ekki hjúkrunarfræðingur hvað þá? Ég kem af mikilli kennaraætt, ætli ég hefði ekki orðið íþróttakennari eins og pabbi gamli ef ég hefði ekki farið í hjúkrun. Hvernig myndir þú lýsa þér í einni setningu? Ég myndi nota veðurlýsingu: Mjög bjart á köflum, heiðskýrt og stillt en skýjað inn á milli með stöku skúrum. Hjúkrunarfræðineminn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.