Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 40
38 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Viðtal Upplifir þú vanþekkingu almennt á hversu alvarlegar afleiðingar sálrænna áfalla geta verið á heilsu þeirra sem fyrir þeim verða? „Það hafa orðið mjög miklar breytingar á síðustu tíu til tuttugu árum. Þegar ég byrjaði að vinna mína meistararannsókn, sem ég lauk við 2007, var almennt mjög lítil þekking, sérstaklega hvað varðar líkamlegar heilsufarslegar afleiðingar, það var nánast ekkert til um það hér á landi. Það var meiri þekking tengd áfallastreituröskun og geðrænum afleiðingum. Ég finn bara á aðsókninni í mín námskeið að það hefur orðið gríðarleg vakning og aukinn áhuga á afleiðingum sálrænna áfalla. Almennt er þó ákveðin vanþekking, sérstaklega meðal einstaklinga sem átta sig ekki á því að þetta geti verið möguleiki, hafa ekki sótt námskeið eða lesið sig til um þetta. Það hafa nokkur hundruð manns sótt mín námskeið og aðsóknin er alltaf að aukast, sérstaklega í námsleiðina sem við erum með í Háskólanum á Akureyri, þá komast stundum færri að en vilja vegna fjöldatakmarkanna þar. Við þurfum að fara í allsherjar vitundarvakningu og fara að taka mið af þessu þegar við tölum um langa biðlista hér og þar og að ákveðnar deildir séu að springa. Spurning um að fara að taka upp áfallamiðaða nálgun og vinna út frá því, ég er nokkuð viss um að það hefði mjög mikil áhrif.“ Hver er besta forvörnin svo sálræn áföll nái ekki að stjórna lífi og líðan þeirra sem fyrir þeim verða? „Besta forvörnin að mínu mati væri að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í öll kerfi. Að byrja strax í móðurkviði með skimun fyrir áföllum og fræðslu til verðandi foreldra, ljósmæður eru kannski komnar hvað lengst af okkur í þeirri vinnu og eru mjög góðar fyrirmyndir. Það þarf fræðslu til allra skólastarfsmanna, frá leikskólakennurum og starfsfólki þar upp í framhaldsskóla. Áfallamiðuð nálgun gengur meðal annars út á að fræða fólk um áföll, tíðni, einkenni, afleiðingar o.fl. og lögð áhersla á að allt starfsfólk fái slíka fræðslu, s.s. í skólum. Einnig þeir sem vinna í mötuneyti, við ræstingar og húsvörslu því það geta verið einstaklingar sem börn í vanda leita til. Fræðsla og skimun, það er til dæmis mjög einfalt að leggja fyrir s.k. ACE-lista (Adverse Childhood Experience) til að skima fyrir erfiðri reynslu og áföllum í æsku. Við leggjum þann lista til dæmis fyrr öll ungmenni í Berginu headspace þar sem við höfum innleitt áfallamiðaða nálgun,“ útskýrir Sigrún. Hvar má nálgast upplýsingar um næstu námskeið? „Næsta námskeið til eininga á framhaldsstigi verður haustið 2022 í Háskólanum á Akureyri, svo verð ég með styttra námskeið í Endurmenntun HÍ 17. nóvember, ég hef verið með fjögur styttri námskeið á ári hjá Endurmenntun HÍ síðan 2019. Svo er ég búin að bjóða Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga að vera með námskeiðið hjá þeim, fyrir hjúkrunarfræðinga og einnig bauð ég nýjum formanni KSÍ að fá námskeið fyrir knattspyrnuhreyfinguna. Það er margt í gangi og margir sem hafa samband og vilja fræðslu um sálræn áföll.“ Áfall þarf ekki að hafa alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar „Ég vil hvetja fólk til að kynna sér áfallamiðaða nálgun, það er einfalt að innleiða hana, miðað við margt annað og hún getur skilað svo ótrúlega miklum árangri. Áfallamiðuð nálgun getur einnig virkað vel til að koma í veg fyrir, eða til að vinna með, kulnun sem tengist „secondary traumatic stress“ sem eru áföll sem fólk verður fyrir í starfi án þess endilega að átta sig á því. Einnig hvet ég fólk til að leita sér hjálpar og úrvinnslu, því það að verða fyrir áfalli þarf ekki að hafa alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar, bara ef það er unnið úr áfallinu, hvort sem er í viðtalsmeðferð, áfallamiðuðu jóga eða með öðrum leiðum. Hver og einn þarf að finna sína leið, það er ekkert eitt sem hentar öllum og mikilvægt að finna úrvinnslu sem hentar hverjum og einum. En þess má geta að margar samþættar meðferðir eru að komar sterkar inn,“ segir Sigrún að endingu. ,, Besta forvörnin að mínu mati væri að innleiða áfallamiðaða nálgun inn í öll kerfi.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.