Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 42

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 42
40 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Fræðsla Fíh Læra meira í dag en í gær? Texti: Edda Dröfn Daníelsdóttir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur ríka áherslu á sí- og endurmenntun félagsmanna og býður þeim upp á fjölbreytta fræðslu. Undanfarin ár hefur félagið tekið mið af straumum og stefnum er varðar fræðslumál með því að bjóða upp á námskeið sem snúa að andlegri heilsu á borð við kyrrðarjóga og hugleiðslu. Auk þess hefur félagið boðið félagsmönnum sínum fræðslu sem styrkir klíníska færni þeirra, þar má til dæmis nefna námskeiðin sár og sárameðferð og áhugahvetjandi samtal. Í september síðastliðnum var send út fræðslukönnun til félagsmanna með það að markmiði að finna út þarfir og óskir þeirra varðandi fræðslu. Fræðslu- dagskrá var í kjölfarið mótuð og tekur hún mið af niðurstöðum könnunarinnar en alls svöruðu 1058 hjúkrunarfræðingar henni. Afgerandi meirihluti þeirra sem svöruðu eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar, búsettir á höfuðborgarsvæðinu með langan starfsaldur. Helstu niðurstöður leiða í ljós að almenn ánægja ríkir meðal félagsmanna með þau námskeið sem þeir hafa sótt hjá Fíh. Tæplega 60% svarenda töldu þau námskeið sem efla hjúkrunarfræðinga í klínísku starfi og námskeið sem einblína á líkamlega og andlega heilsu áhugaverðust en það hafa einmitt verið vinæslustu námskeiðin hjá félaginu. Könnunin sýndi að það er aukinn áhugi á rafrænni fræðslu en með því að bjóða upp á rafræna fræðslu er félagið jafnframt að svara kalli landsbyggðarinnar um fræðslu til jafns við höfuborgarsvæðið. Eins leiddu niðurstöður könnuninnar í ljós mikinn áhuga félagsmanna á stökum fyrirlestrum og stuttu fræðsluefni á borð við hádegisfyrirlestra og námskeið sem taka einungis um fjórar klst. eða hálfan dag. Fræðsludagskrá haustsins hefur farið vel af stað og hægt er að kynna sér hana nánar á heimasíðu félagsins hjukrun.is þar sem allar upplýsingar koma fram. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönnun sínum aðgengi að yfir 30 tölvu- námskeiðum, þeim að kostnaðarlausu. Á meðal námskeiða sem hægt er að velja úr eru námskeið í Outlook, Word, Excel og Teams. Langar þig að læra meira en hefur takmarkaðan tíma? Tölvunámskeiðin eru öll aðgengilegt á vefnum taekninam.is og hver og einn getur því lært á sínum hraða og á þeim tíma sem hentar best. Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á Mínum síðum undir flipanum rafræn fræðsla. Athugið að námskeiðin eru einungis í boði til áramóta. Fíh molar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.