Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 42
40 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021
Fræðsla Fíh
Læra meira í dag en í gær?
Texti: Edda Dröfn Daníelsdóttir
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga leggur ríka
áherslu á sí- og endurmenntun félagsmanna og
býður þeim upp á fjölbreytta fræðslu. Undanfarin ár
hefur félagið tekið mið af straumum og stefnum er
varðar fræðslumál með því að bjóða upp á námskeið
sem snúa að andlegri heilsu á borð við kyrrðarjóga
og hugleiðslu. Auk þess hefur félagið boðið
félagsmönnum sínum fræðslu sem styrkir klíníska
færni þeirra, þar má til dæmis nefna námskeiðin sár
og sárameðferð og áhugahvetjandi samtal.
Í september síðastliðnum var send út fræðslukönnun
til félagsmanna með það að markmiði að finna út
þarfir og óskir þeirra varðandi fræðslu. Fræðslu-
dagskrá var í kjölfarið mótuð og tekur hún mið af
niðurstöðum könnunarinnar en alls svöruðu 1058
hjúkrunarfræðingar henni. Afgerandi meirihluti þeirra
sem svöruðu eru kvenkyns hjúkrunarfræðingar,
búsettir á höfuðborgarsvæðinu með langan
starfsaldur.
Helstu niðurstöður leiða í ljós að almenn ánægja
ríkir meðal félagsmanna með þau námskeið sem þeir
hafa sótt hjá Fíh. Tæplega 60% svarenda töldu þau
námskeið sem efla hjúkrunarfræðinga í klínísku starfi
og námskeið sem einblína á líkamlega og andlega
heilsu áhugaverðust en það hafa einmitt verið
vinæslustu námskeiðin hjá félaginu.
Könnunin sýndi að það er aukinn áhugi á rafrænni
fræðslu en með því að bjóða upp á rafræna fræðslu er
félagið jafnframt að svara kalli landsbyggðarinnar um
fræðslu til jafns við höfuborgarsvæðið.
Eins leiddu niðurstöður könnuninnar í ljós mikinn
áhuga félagsmanna á stökum fyrirlestrum og stuttu
fræðsluefni á borð við hádegisfyrirlestra og námskeið
sem taka einungis um fjórar klst. eða hálfan dag.
Fræðsludagskrá haustsins hefur farið vel af stað
og hægt er að kynna sér hana nánar á heimasíðu
félagsins hjukrun.is þar sem allar upplýsingar
koma fram.
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður félagsmönnun sínum aðgengi að yfir 30 tölvu-
námskeiðum, þeim að kostnaðarlausu. Á meðal námskeiða sem hægt er að velja úr eru námskeið
í Outlook, Word, Excel og Teams. Langar þig að læra meira en hefur takmarkaðan tíma?
Tölvunámskeiðin eru öll aðgengilegt á vefnum taekninam.is og hver og einn getur því lært á sínum
hraða og á þeim tíma sem hentar best. Nánari upplýsingar um skráningu er að finna á Mínum
síðum undir flipanum rafræn fræðsla. Athugið að námskeiðin eru einungis í boði til áramóta.
Fíh molar