Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 45
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 43 Þankastrik ,,Ég held að ég sé alls ekki ein um að hafa upplifað þessar blendnu tilfinningar á þessum tímum en þá er mjög mikilvægt að þekkja eigin takmarkanir og hvað maður getur gert til að ná jafnvægi.“ hjúkrunarfræðingur, en þegar kemur að manns eigin barni fara stundum allar skynsemisraddir hjúkrunarfræðingsins út um gluggann. Maður verður svolítið óöruggur og fer að efast um eigin þekkingu í smátíma. Síðan sendi leikskólinn út kærkomnar leiðbeiningar um hvenær átti að hafa barnið heima og hvenær ekki og þá varð maður aðeins öruggari. En ég myndi þó alveg segja að þessir streituvaldar séu enn þá til staðar í dag. Lífið hefur samt batnað töluvert miðað við hvernig það var í upphafi faraldursins. Nú er maður loksins að finna fyrir meira öryggi þar sem við vitum meira og reynslan okkar er meiri en fyrir faraldurinn. Þó myndi ég segja að þessi svokallaða smitskömm sé enn til staðar í dag og þá er það mín upplifun að ég óttast meira að smita aðra af COVID-19 heldur en að smitast sjálf. Spurning hvort það sé endilega bara þessi smitskömm sem veldur því eða kannski frekar hræðslan við að fólkið manns muni veikjast alvarlega. En þetta er auðvitað eitthvað sem maður ræður ekki við. Maður fer eins varlega og maður getur og fer eftir öllum ráðleggingum sóttvarnarlæknis og vonar það besta. Í leiðinni vonar maður að þessi veira fari að láta undan eftir allar þessar bólusetningar og örvunarskot. Í það minnsta komum við vonandi til með að læra að lifa með henni. Varðandi vinnuumhverfið í faraldrinum þá urðu þar einnig miklar nýjar áskoranir. Vinnuveitendur mínir ákváðu til dæmis að taka þátt í landa- mæraskimunum í Keflavík sem hófust þann 16. júní 2020 og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins skipulagði. Það var mikil óvissa sem fylgdi þessu verkefni í bland við spennu hjá undirritaðri yfir því að fá að taka þátt í svona stóru og sögulegu verkefni. Við vorum jú með fyrstu löndunum til að skipuleggja landamæraskimanir af þessu tagi og ég upplfiði eins og ég væri að taka þátt í verkefni sem yrði jafnvel gaman að segja frá þegar ég yrði gömul. Ég hafði í upphafi áhyggjur af því að smitast þarna því maður vissi ekki hversu hátt hlutfall ferðamanna myndi greinast hverju sinni á landamærunum. En það breyttist fljótt þar sem við fengum góðan hlífðarfatnað og smitin voru ekki alveg eins mörg og við héldum í upphafi að yrðu. Auk þess skipulögðu fagaðilar Heilsugæslunnar þetta verkefni mjög vel þrátt fyrir að hafa ekki fengið langan tíma til þess. Við fengum einnig að taka þátt í COVID-19 bólusetninga- verkefni Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins. Það var sögulegt verkefni sem var mjög gefandi og gaman að fá að taka þátt í, ég mun aldrei gleyma þessum tíma. Ásamt þessum verkefnum komu fleiri verkefni inn á borð til okkar sem tengdust COVID-19 á einhvern hátt og enn þá er nokkuð stór hluti verkefnanna COVID-19 skimanir, þá hraðpróf eða PCR. Eftir tilslakanir, hafa sem betur fer, verkefnin sem duttu upp fyrir árið 2020 komið aftur upp á borð vinnuveitanda míns með tilheyrandi álagi. Það er jákvætt að mörgu leyti þó svo að mikið álag sé ekki jákvætt til langs tíma litið. Mér finnst rétt að koma aðeins inn á streitu og kulnun sem virðist vera að aukast í starfstétt hjúkrunarfræðinga. Streita og kulnun hefur mikið verið í umræðunni síðustu ár og er enn þá. Kulnun hjá ungum hjúkrunarfræðingum er raunverulegt vandamál sem þarf að kafa djúpt í og það þarf að finna einhverja leið til lausna. Ein af þeim lausnum tel ég vera styttingu vinnuvikunnar, svo lengi sem hún er útfærð út frá þörfum starfsfólksins. Persónulega er ég mjög lánsöm þar sem ég hef mjög gott stuðningsnet í kringum mig. Ég á góða og skilningsríka fjölskyldu og sömuleiðis vinnuveitanda. Ég get kúplað mig út þegar mér finnst streitan vera að ná yfirhöndinni. Þá tek ég langa helgi frá vinnu og fer í sveitina og slaka á með fjölskyldunni, ræði málin við mína helstu stuðningsaðila, hitti vinkonur, hreyfi mig reglulega og á tíma út af fyrir mig. Sjálfsumhyggja er nauðsynleg, að virða sín eigin tímamörk og að geta sagt nei þegar maður getur ekki eða treystir sér ekki í verkefnið. En aðstæður hvers og eins eru auðvitað misjafnar og einnig hvað fólk þarf að gera til að geta kúplað sig út og komast úr streituvaldandi aðstæðum. Síðan ber að nefna að oft eru aðstæður sem eru streituvaldandi ekki einungis á vinnustaðnum, þær geta einnig verið félagslegar eða jafnvel heima við. Þess vegna finnst mér mikilvægt að þessi sjálfsvinna eigi sér stað. Að læra á eigin takmarkanir, hvaða einkenni við sýnum þegar streitan er að ná yfirhöndinni og hvað við getum gert til að bæta úr. Það stoðar lítt að horfa einungis á streitu og kulnun út frá hverjum einstaklingi fyrir sig án þess að skoða heildar- samhengið. Það þarf líka að horfa á og endurhugsa vinnu- umhverfi, óraunhæfar væntingar og kröfur, undirmönnun, laun og margt fleira. Til að taka þetta tímabil saman (þó svo að heimsfaraldurinn sé enn í gangi) þá myndi ég segja að þessi tími hafi reynt mjög mikið á fjölskyldulífið og eigin andlegu og líkamlegu heilsu. Streitan hefur verið mikil frá öllum hliðum lífsins en jákvæði punkturinn er sá að við fjölskyldan fengum mun meiri og rólegri tíma saman sem var mjög dýrmætt. Ég held að ég sé alls ekki ein um að hafa upplifað þessar blendnu tilfinningar á þessum tímum en þá er mjög mikilvægt að þekkja eigin takmarkanir og hvað maður getur gert til að ná jafnvægi. Stundum er þetta ekki einu sinni bara streitutímabil heldur viðvarandi ástand sem þarf að bæta úr. Það sem ég lærði helst á þessu tímabili, og er í raun enn að átta mig á, er hversu dýrmætur tíminn er sem ég á með fjölskyldunni, hversu frábært það er að vera hjúkrunar- fræðingur og hversu þakklát ég er að hafa valið mér þennan starfsvettvang. Ég hef upplifað mjög margt í gegnum starfið mitt, sérstaklega á þessum tíma, sem mun fylgja mér út lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.