Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 46
44 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 INNGANGUR Meðalaldur íbúa hjúkrunarheimila á Íslandi er 87 ár. Margir eru fjölveikir, veikburða, á mörgum lyfjum og eiga á hættu að fá þrýstingssár. Þeir sem eru vannærðir og með skerta hreyfifærni eru í sérstakri hættu. Þrýstingssár eru of algeng meðal mikið veikra sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Þau skerða lífsgæði, hægja á bata, valda þjáningu og eru kostnaðarsöm. Mælt er með notkun kerfisbundinna aðferða til að greina þá sem eiga á hættu að fá þrýstingssár. Auk þess sem klínískt innsæi er notað við áhættumat sjúklings (Landspítali, 2008). Gæðateymi til varnar sárum á Sóltúni var stofnað árið 2007. Þá voru ábendingar um að hægt væri að gera betur. Stuðst er við viðurkenndar, gagnreyndar aðferðir í gæðaumbótastarfi. Gæðateymið setti fram gæðastaðal um forvarnir gegn sárum. Gæðastaðallinn er rýndur og endurbættur reglulega af gæðateymi. Ársfjórðungslega er farið yfir niðurstöður RAI-mælinga og skoðuð nánar þau óheppilegu atvik sem upp hafa komið. Gæðateymið fer yfir samspil heilsufars, lyfjagjafar, notkunar hjálpartækja, virkni og umhverfis, auk þess að veita ráðgjöf og stuðning eftir þörfum. Almenna orsökin fyrir myndun þrýstingssára er langvarandi þrýstingur á húð sem veldur staðbundinni blóðþurrð. Aðrir þættir geta aukið hættuna á slíkri blóðþurrð. Þar má nefna æðasjúkdóma, skert blóðflæði, sykursýki, vannæringu, þurrk og skerta skyntilfinningu o.fl. (Allen, 1997; Blom, 1985). Sár á húð geta myndast fljótt og er góð hjúkrun, sem felst í forvörnum, mikilvæg til að koma í veg fyrir myndun þeirra. Florence Nightingale (1969) skrifaði árið 1860 að þrýstingssár stöfuðu ekki af sjúkdómum manna heldur hjúkruninni sem veitt væri eða skorti á veittri þjónustu. Það er mikið til í því. Í samtíma okkar er því þannig háttað að veikustu sjúklingarnir á öllum aldri liggja inni á stofnunum. Það er því langvarandi verkefni hjúkrunar að koma í veg fyrir þrýstingssár. Talið er að um 4% útgjalda stofnana í Bretlandi megi rekja til kostnaðar við að græða þrýstingssár (Bennett o.fl., 2004). Í rannsókn, sem gerð var á Landspítala árið 2008, reyndust 21,5% sjúklinga vera með þrýstingssár (Guðrún Sigurjónsdóttir o.fl., 2011). Í annarri rannsókn, sem gerð var í Noregi árið 2012, voru 18,2% sjúklinga með þrýstingssár (Bredesen o.fl., 2015). Samanburður rannsókna á algengi legusára er erfiður vegna þess að skilgreining og flokkun er mismunandi og samsetning úrtaks einnig. Þrýstingssár: greining og meðferð með aðstoð Bradenkvarða og RAI-mats JÚLÍANA SIGURVEIG GUÐJÓNSDÓTTIR AGNAR ÓLI SNORRASON ANNA BIRNA JENSDÓTTIR GUÐRÚN BJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR Höfundar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.