Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 61

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Blaðsíða 61
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 59 Fræðigrein Í gegnum aldirnar hafa ýmsir stjórnunarhættir tíðkast. Áður fyrr voru einræðislegir stjórnunarhættir ríkjandi en með árunum hafa þjónandi stjórnunarhættir orðið meira áberandi. Einræðisleiðtogi beitir fyrst og fremst þvingunarvaldi og því valdi sem staða hans innan fyrirtækis veitir honum til þess að stjórna starfsfólki sínu. Þessi stjórnunarstíll er þó á hröðu undanhaldi þar sem þessi nálgun hentar ekki vinnumarkaði og starfsmenningu 21. aldarinnar. Vinnumarkaður nútímans er flókinn og breytingar of hraðar til þess að vald og ákvörðunartaka geti verið í höndum eins aðila. Í dag er aukin krafa um að stjórnendur búi yfir færni til að stuðla að samvinnu einstaklinga með mismunandi bakgrunn og getu. Jafnframt kallar nútímavinnuafl eftir meiri virðingu og betri framkomu af hálfu yfirmanna en tíðkast hefur áður. Því er aukin þörf á að stjórnendur í dag búi yfir leiðtogahæfileikum en nokkur munur er á því að vera stjórnandi eða vera leiðtogi (Manktelow o.fl., 2016). Stjórnandi er einstaklingur sem hefur formlegt vald til að skipuleggja störf innan ákveðinnar skipulagsheildar og ber ábyrgð á gæðum þeirrar vinnu sem fram fer. Stjórnandi getur fylgt eftir verklagi og haft eftirlit með öðrum samkvæmt starfslýsingu án þess að þurfa að höfða til áhugahvatar starfsfólks. Leiðtogi er sá sem fær fólk í lið með sér og hefur góð áhrif á það, hvort sem hann gegnir stjórnunarstöðu eður ei. Hann hefur áhrif á viðhorf fólks til verkefna og er leiðbeinandi (Booher o.fl., 2021). Leiðtogi býr yfir persónuháttum og hugsjón sem vekur áhuga annarra til að fylgja honum. Hann býr yfir góðri tilfinningastjórn, getur stýrt viðhorfum sínum og viðbrögðum án þess að missa sýn á hugsjón sinni þegar aðstæður reynast krefjandi. Jafnframt býr hann yfir góðri samskiptafærni, þolinmæði og hlýleika. Því getur hver sem er ráðið sig í stöðu stjórnanda en einungis hluti þeirra sem stjórna eru í raun leiðtogar. (Barr og Dowding, 2019). INNGANGUR Heilbrigðiskerfið er formleg skipulagsheild (Kristín Þórar- insdóttir, 2020). Skipulagsheild er skilgreind sem félagsleg heild sem er skipulögð og drifin áfram af sameiginlegum markmiðum (Daft, 2001). Stærð skipulagsheilda hefur mikil áhrif á starfsemi og fyrirkomulag þeirra. Stærri skipu- lagsheildir eru sérhæfðari, formlegri og hafa frekar starfs- lýsingar sem starfsfólki ber að fara eftir (Ingi Rúnar Eðvarðsson og Guðmundur Kristján Óskarsson, 2008). Stjórnendur stórra skipulagsheilda, hafa í mörg horn að líta þegar kemur að rekstri og skipulagi og geta haft umtalsverð áhrif á líðan starfsfólks (Kristín Þórarinsdóttir o.fl., 2020; Sigrún Gunnarsdóttir og Birna Gerður Jónsdóttir, 2013). Sá stjórnunarstíll sem notaður er skiptir máli og hafa rannsóknir sýnt fram á ágæti þjónandi forystu (e. servant leadership). Slíkur stjórnunarstíll eykur líkur á góðum samskiptum og eflir traust og virðingu á milli yfirmanns og starfsfólks. Hann leiðir af sér aukin afköst í vinnu, aukna starfsfánægju og hollustu til skipulagsheildarinnar. Jafnframt hafa rannsóknir sýnt fram á minni starfsmannaveltu þar sem þjónandi forysta er höfð að leiðarljósi og almennt meiri ánægju með stjórnendur á meðal undirmanna (Gunnarsdottir, 2014; Hanse o.fl., 2016; James o.fl., 2021). Hér á eftir verður fjallað um hugmyndafræði þjónandi forystu og leitað svara við spurningunni: Hvað er þjónandi forysta og hentar hún í heilbrigðiskerfinu? Helstu hugtökum verða gerð skil auk þess sem fjallað verður um mælitæki sem notað er við gerð rannsókna á þessu sviði. Fjallað verður um þjónandi forystu sem stjórnunarstíl innan heilbrigðiskerfisins og áhrif þjónandi forystu á hjúkrunarfræðinga, bæði sem stjórnendur og undirmenn. Helsta gagnrýni á þjónandi forystu sem stjórnunarstíl verða einnig tekin til skoðunar. Þjónandi forysta Þjónandi forysta er leiðtogastíll sem nýtur vaxandi vinsælda og ber það með sér að stjórnandinn er bæði þjónn og leiðtogi á sama tíma. Fyrir suma vekur orðið þjónn tafarlaust upp neikvæð hugsanatengsl vegna gildishlaðinnar merkingar hefðbundinnar notkunar þess. Það getur því tekið tíma að átta sig á notkun orðsins í öðru og jákvæðara samhengi. Á tímum iðnbyltingarinnar var litið á starfsfólk sem dauða hluti og stofnanir sáu starfsfólk að mestu sem tannhjól í vélum. Á undanförnum áratugum hafa orðið breytingar á þessu gamla viðhorfi sem var lengi við lýði. Í dag er mun meiri viðurkenning á því að þörf sé fyrir samheldna nálgun sem byggist á liðsheild þegar kemur að stjórnun og forystu (Spears, 1998). Hugmyndafræði þjónandi forystu Hugmyndafræðin um þjónandi forystu kom fyrst fram í skrifum Robert K. Greenleaf í kringum 1970 þegar hann gaf út greinina „The servant as a leader“ (Greenleaf, 2008). Síðan hefur hann skrifað fjölmargar greinar og gefið út bækur um þjónandi forystu. Einnig stofnaði hann félagið „Greenleaf Center for Servant Leadership“ sem enn er starfrækt í dag (Greenleaf Center for Servant Leadership, 2021). Samkvæmt Greenleaf (2008) hefur hinn þjónandi leiðtogi eðlislæga tilfinningu um að vilja þjóna sem síðar leiðir til meðvitaðrar ákvörðunar til forystu hjá viðkomandi. Þjónandi leiðtogi hvetur starfsfólk til hollustu og til þess að fara enn þá lengra í starfi sínu (e. to go above and beyond) til að fá ávinning fyrir skipulagsheildina (van Dierendonck, 2011). Þessu nær þjónandi stjórnandi ekki með þvingunarvaldi heldur með því að stuðla að góðu sambandi milli sín og starfsmanna sinna (Newman o.fl., 2017). Samskipti á milli starfsmanns og yfirmanns einkennast af þátttöku beggja aðila í félagslegum samskiptum, gagnkvæmu trausti, virðingu og skyldurækni (van Dierendonck, 2011). Segja má að það sé þrennt sem sé einkennandi fyrir hinn þjónandi stjórnanda. Í fyrsta lagi hefur hinn þjónandi stjórnandi einlægan áhuga á velferð annarra. Stjórnandinn sýnir áhuga með virkri hlustun og skapar traust, sem er mikilvægt skref til þess að mæta þörfum annarra. Hann ber virðingu fyrir hugmyndum og skoðunum annarra, en það þarf ekki endilega að fela í sér samþykki. Virðing leiðtogans endurspeglar viðurkenningu á sjálfstæði, frelsi og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.