Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 68

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 68
HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Niðurstöðurnar sýna að HAM sem veitt er hjá heilsugæslunni virðist gefa góðan árangur og er árangursrík meðferð við andlegri vanlíðan og kvíða hjá konum. Þekking: Mikilvægt er að rannsaka árangur og gildi hugrænnar atferlishópmeðferðar fyrir mæður og konur með andlega vanlíðan. Þannig skapast þekking og skilningur á reynsluheimi og líðan þeirra. Með aukinni þekkingu starfsfólks í heilsugæslunni aukast síðan líkurnar á að konurnar fái viðeigandi meðferð. Hagnýting: Niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að nýta til að skipuleggja og efla þjónustuna enn frekar og gera HAM að sýnilegra úrræði á heilsugæslunni. Hægt væri að búa til fleiri HAM- hópa til dæmis fyrir konur sem eru heima í fæðingarorlofi sem hittast, deila reynslu sinni og styrkja hver aðra samkvæmt aðferðafræði HAM. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Til að veita konum meiri stuðning er aðferðafræði HAM hjálplegt úrræði sem ljósmæður og hjúkrunarfræðingar sem starfa í ungbarna- verndinni gætu horft til og notað með markvissari hætti í sínu faglega starfi. Það að þekkja HAM-aðferðafræði, nota í samræðum við skjólstæðinga, bjóða upp á námskeið og að geta vísað konum í sérhæfða þjónustu t.d. hjá sérhæfðum sálfræðingum er því mikill kostur. Hugræn atferlismeðferð (HAM) er árangursrík meðferð sem er notuð við andlegri vanlíðan, streitu og kvíða. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna reynslu kvenna með andlega vanlíðan af áhrifum HAM-námskeiða sem haldin eru á heilsugæslunni og kanna hvaða áhrif námskeiðin hafði á líðan þeirra. Notast var við aðferð Vancouver-skólans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru átta konur valdar með tilgangsúrtaki á tveim heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu og notast við hálfstaðlaðan viðtalsramma. Konurnar voru á aldrinum 26-47 ára og glímdu við andlega vanlíðan og höfðu lokið sex vikna hópnámskeiði í HAM á heilsugæslustöð. Samtals voru tekin átta einstaklingsviðtöl. Yfirþema rannsóknarinnar var: að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna. Það lýsir reynslu kvenna með andlega vanlíðan af hugrænni atferlishópmeðferð. Alls voru greind fimm meginþemu; að reyna að gera það besta úr sínum aðstæðum; að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna; að hafa meiri stjórn á huganum og líkamanum; stuðningurinn og eftirfylgnin skiptir öllu máli; bjargráðin að nýta sér alls konar hluti. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að upplifun kvenna af gagnsemi námskeiðsins í hugrænni atferlismeðferð sé góð og flestar lýsa jákvæðri upplifun við að ná tökum á kvíðanum og láta hann ekki stjórna sér. Konurnar reyndu að nýta sér það sem þær höfðu lært á HAM-námskeiðunum og áframhaldandi stuðning heilbrigðisstarfsfólks til að bæta líðan sína og aðstæður. Eftir námskeiðin náðu þær margar meiri stjórn á líðan sinni og í kjölfar meðferðar voru þær einnig meðvitaðri um að grípa til eigin bjargráða til að bæta líðan sína og félagsleg virkni þeirra jókst. Mikilvægt er að heilsugæslan haldi áfram að bæta og styrkja geðheilsuverndina sem veitt er á heilsugæslustöðvum fyrir konur sem glíma við andlega vanlíðan eða kvíða en hugræn atferlismeðferð virðist vera árangursrík meðferð. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Hugræn atferlismeðferð (HAM), reynsla, konur, andleg vanlíðan, heilsugæsla. Ályktun Að ná tökum á kvíðanum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.