Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 73

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 73
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 71 Hún hefði einhvern veginn ekki náð því hvernig hún gæti nýtt sér þessi verkfæri. Ég hef ekkert nýtt það ég las náttúrlega fyrir tímana og síðan áttum við að gera heimavinnuna en það var bara ekki að virka hjá mér, við áttum að hugsa um eitthvað svona aðstæður og það var bara einhvern veginn ekkert sem ég gat tekið upp, jú jú ég er búin að þjást af þunglyndi ... ég var einhvern veginn ekki að ná því hvernig ég á að nýta þetta (Rún). Upplifun þessarar konu var í talsverðu ósamræmi við upplifun hinna kvennanna sem mögulega felst í þeirri slæmu andlegu líðan sem hún sjálf lýsti og gat hún því ef til vill ekki nýtt sér námskeiðið. Að hafa meiri stjórn á huganum og líkamanum Þriðja meginþemað nefndist að hafa meiri stjórn á huganum og líkamanum sem skipt var í fimm undirþemu sem lýstu nánar andlegri, líkamlegri og félagslegri líðan kvennanna eftir námskeiðið. Þau voru; meira sjálfstraust; betri líkamleg líðan; bara alveg glötuð; líkamsímynd óléttunnar; og maður hefur þörf fyrir félagsleg tengsl. Í fyrsta undirþemanu lýstu konurnar eigin niðurrifshugsunum eins og Telma og Ester, hvaða áhrif það hafði að hafa meiri stjórn á hugsununum sem hafði þau áhrif að þær fundu fyrir meira sjálfstrausti. Já, mér finnst þetta bara hafa gert mig sterkari þannig að maður getur tekist á við meira og gefið sjálfum mér meira svigrúm ... þetta styrkir mann alveg mjög mikið mér finnst bara eins og ég upplifi að ég geti gert allt núna þetta er pínu þannig ... geggjaður sigur að hafa meiri stjórn á huganum og líkamanum (Telma). Annað undirþemað lýsti því hvaða áhrif bætt andleg líðan hafði á líkamlega líðan eins og Jóhanna sem var að glíma við kvíða, þunglyndi og lágt sjálfsmat og þegar henni leið illa andlega þá fann hún oft fyrir líkamlegum einkennum en hún fann fyrir betri líðan eftir námskeiðið. Þriðja undirþemað lýsti því að ekki hafði öllum tekist að bæta líðan sína eftir námskeiðið. Rún leið ekki nógu vel, hún var framtakslaus og hennar leiðir höfðu ekki virkað nógu vel og námskeiðið nýttist henni lítið. Henni fannst sjálfsmyndin sín vera mismunandi og stundum fannst henni hún bara alveg glötuð og Jóhanna tók í svipaðan streng: Það er alltaf pínu ótti í mér, á ég eftir að, þú veist, muna allt sem ég þarf að gera, eða á ég eftir að elska þetta barn jafnmikið og ég elska hin börnin ... það er þessi kvíði, þunglyndi og lélegt sjálfsmat þetta fer allt svona í hring og þetta er eins og spírall og tengist allt (Jóhanna). Næsta undirþema, líkamsímynd óléttunnar lýsti líðan kvenna sem höfðu verði barnshafandi eða nýbúnar að eiga barn. Þær töluðu um líkamlegu breytingarnar sem áttu sér stað á meðgöngunni og það hvernig fólk talar við konur, til dæmis eins og að tjá sig um stærð á bumbunni og hvernig konur líta út á meðgöngunni. Þær höfðu upplifað að ummæli sem aðrir létu falla um þær sem barnshafandi konur, höfðu ekki góð áhrif á andlega líðan þeirra. Þessi umræða olli áhyggjum og kvíða hjá nokkrum konum en sumar létu þau ekki á sig fá eins og Helga var með sterka sjálfsmynd og tók þetta ekki inn á sig en hún sagði: Maður á bara að vera glaður með það sem maður er og að maður sé heilbrigður og að allt muni ganga vel og bumban skiptir engu máli, hvort hún er stór eða lítil eða skökk (hlátur) nei fattarðu þetta var tekið fyrir og það voru margar að glíma við kvíða sem tengist þessu (Helga). Síðasta undirþemað fjallar um þá jákvæðu breytingu sem hafði orðið á félagslegri virkni þeirra. Þær töluðu um að maður hefur þörf fyrir félagsleg tengsl eftir námskeiðið, sumar ræddu það sérstaklega en það kom einnig fram í breyttri hegðun. Nokkrar voru að glíma við félagskvíða og það gat verið hindrun að fara út og hitta fólk eða fara og vera í margmenni en þær voru að reyna að láta félagskvíðann ekki stoppa sig, eins og Ester sagði: Maður hefur þörf fyrir félagsleg tengsl og mér finnst gaman að vera í kringum fólk en þegar kvíðinn er mikill þá einhvern vegin tekur hann yfir þannig að það er gott að fara á staðinn en ekki loka sig af eins og maður vill stundum gera, það er bara alls ekki gott að loka sig af, ég hef alveg gert það stundum (Ester). Stuðningurinn og eftirfylgnin skiptir öllu máli Fjórða meginþemað fjallaði um það að stuðningur og eftirfylgd skipti öllu máli. Þær sögðu frá mismunandi reynslu þegar spurt var um stuðning. Hann var þrenns konar: Stuðningur eða eftirfylgni frá heilsugæslunni, stuðningur frá hópnum á námskeiðinu og stuðningur frá fjölskyldu og vinum. Stuðningurinn skiptist svo í fjögur undirþemu sem lýsti nánar hvernig konurnar upplifðu stuðninginn og eftirfylgnina; mikilvægt að spyrja um líðan; halda líka sjálfar áfram þessari vinnu; maður er ekki einn; og að tala opinskátt. Fyrsta undirþemað var mikilvægt að spyrja um líðan og gefa sér tíma. Konurnar sögðu frá mismunandi reynslu en flestar óskuðu eftir og töldu mikilvægt að fá meiri stuðning og eftirfylgni frá heilsugæslunni eins og frá ungbarnaverndinni. Þær sem voru barnshafandi eða nýbúnar að eiga ræddu um hvað það var mikilvægt að hafa námskeið fyrir barnshafandi konur. Telma og Jóhanna, höfðu svipaða reynslu og sögu að segja, þær fengu betri þjónustu núna en þegar þær voru að eiga sín fyrstu börn. Ég hef aldrei verið greind með neitt sérstakt fæðingar- þunglyndi eða neitt á meðgöngunum en þetta er búið að vera til staðar lengi hjá mér ... en þetta er í fyrsta skipti sem að gripið er inn í og ég fæ aðstoð á fjórðu meðgöngu, það hefði verið rosa gott að fá aðstoð fyrr (hlær) en eftirfylgnin skiptir öllu máli og að gefa mömmunum líka tíma og mikilvægt að spyrja um líðan, sinna þeim betur (Jóhanna). Annað undirþemað var nefnt; halda líka sjálfar áfram þessari vinnu. Þær töluðu um að þeim fannst mikilvægt að fá líka einstaklingstíma hjá sálfræðingnum á heilsugæslunni og vildu svo halda áfram þessari vinnu sjálfar og þiggja stuðning eins Ritrýnd grein | Peer review

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.