Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 79
3. tbl. 97. árg. 2021 | Tímarit hjúkrunarfræðinga 77
Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er áhyggjuefni og allra leiða þarf að leita til að bæta
megi mönnun í hjúkrun. Rannsóknir á því af hverju nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar ákveða
að hætta í starfi sýna að þeir sem upplifa streitu og finna til kulnunar eru líklegir til að hætta.
Jafnframt hafa þær sýnt að einkenni streitu og kulnunar byrja oft í hjúkrunarfræðinámi og að
nemendur sem finna fyrir streitu og kulnun í námi eru mun líklegri til að finna slíkt þegar þeir
hefja störf eftir útskrift (Boamah og Laschinger, 2016; Rudman og Gustavsson, 2012). Í þessari
grein er fjallað um streitu og kulnun hjá hjúkrunarfræðinemendum við Háskólann á Akureyri
(HA) og Háskóla Íslands (HÍ) vorið 2018.
Háskólanemar eru taldir sérstaklega viðkvæmir fyrir streitu og þá sérlega nemendur á
heilbrigðisvísindasviði (Seedhom o.fl., 2019). Streita er skilgreind sem ferli sem felur í sér
streituvalda í umhverfi einstaklings og viðbrögð hans við þeim. Einstaklingurinn finnur til streitu
þegar hann telur sig ekki geta ráðið við atburði eða aðstæður, sem hann telur bæði hættulegar
og skaðlegar, á jákvæðan hátt (Lazarus og Folkman, 1987). Kulnun einkennist af tilfinningalegri
örmögnun (e. emotional exhaustion), bölsýni/hlutgervingu (e. cynicism/depersonilasation)
og minni persónulegri frammistöðu (e. personal accomplisment) og getur verið afleiðing af
langvarandi vinnutengdri streitu (Maslach og Jackson, 1981). Samkvæmt Kristensen o.fl.
(2005) er tilfinningaleg örmögnun lykilþáttur kulnunar og telja þau að orsakir kulnunar sé hægt
að rekja til annarra þátta en starfstengdra þátta. Erlendar rannsóknir sýna að hátt hlutfall
hjúkrunarfræðinema upplifi streitu og kulnun í námi, sem virðist aukast þegar líður á námið (Al-
Zamil, 2017; Al-Zayyat o.fl., 2014; Rudman og Gustavsson, 2012).
Námstengd streita (e. academic stress) er talin orsakast bæði af námstengdum- og persónu-
bundnum þáttum (Al-Gamal o.fl., 2017; Galvin o.fl., 2015). Klíníski hluti hjúkrunarfræðinámsins
er talinn vera sérstaklega streituvaldandi vegna hjúkrunar sjúklinga með flókin heilbrigði-
svandamál, hlutverkaóvissu, tilfærslu milli klínískra vettvanga, klínískra verkefna, samskipta-
örðuleika við kennara og starfsfólk og hræðslu við mistök (Al-Gamal o.fl., 2017; Rudman og
Gustavsson, 2012). Fræðilegi hluti námsins er einnig streituvaldandi vegna mikils verkefnaálags,
lærdóms eftir skóla, prófa og hræðslu við að standast ekki námskröfur (Galvin o.fl., 2015).
Persónubundnir þættir geta verið aðskilnaður við fjölskyldu, vandamál innan fjölskyldu,
fjárhagsáhyggjur og skortur á frítíma (Galvin o.fl., 2015).
Niðurstöður rannsókna sýna að streita meðal hjúkrunarfræðinema er frá því að vera í meðallagi
mikil yfir í það að vera alvarleg og er meiri en annarra nema í heilbrigðisvísindum (Al-Zayyat
og Al-Gamal, 2014; Labrague o.fl., 2018) og eykst eftir því sem lengra líður á námið (Al Zamil,
2017). Niðurstöður rannsóknar Labrague (2018) sem gerð var á 547 hjúkrunarfræðinemum í
þremur mismunandi löndum voru að meðaltali streitu á PSS-streitukvarðanum (Perceived
INNGANGUR
BIRNA G. FLYGENRING
lektor við Hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands
HERDÍS SVEINSDÓTTIR
prófessor við Hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands
RAKEL DÍS BJÖRNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur hjá
Heilsugæslunni Salahverfi
SALOME JÓNSDÓTTIR
hjúkrunarfræðingur á Landspítala
Streita og kulnun
hjúkrunarfræðinema
á lokaári við Háskóla
Íslands og Háskólann
á Akureyri
Ritrýnd grein | Peer review
Höfundar