Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 80

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Side 80
78 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 Stress Scale) var 2,06 (af=0,62) sem telst vera meðalstreita. Aðalstreituvaldurinn var verkefnavinna og vinnuálag. Í rannsókn Onieva-Zafra o.fl. (2020) var streita einnig könnuð með PSS-streitukvarðanum hjá spænskum hjúkrunarfræðinemum (N=192) á öllum fjórum námsárunum og kom í ljós að 48% hjúkrunarfræðinemanna fundu fyrir meðalstreitu (PSS=22,78) og 25% mikilli streitu. Streitan mældist mest hjá þeim nemendum sem lengst voru komnir í náminu. Niðurstöður rannsóknar á streitu meðal háskólanema við HÍ árið 2016 sýndu að meðaltalsstig þátttakenda var 20,6 (heildarspönn=0-40) á PSS-streitukvarðanum og að 86% þátttakenda fundu til frekar/mjög miklillrar streitu. Þættir námstengdrar streitu sem höfðu mest áhrif voru námskröfur og skortur á námsleiðbeiningum (Sigríður Lilja Magnúsdóttir og Valdís Ingunn Óskarsdóttir, 2016). Eldri rannsókn, sem mældi streitu hjúkrunarfræðinema á fyrsta og öðru ári í hjúkrunarfræðinámi við HA árið 2016 sýndi að meðaltalsstreitustig þátttakenda var 17,2 á PSS– streitukvarðanum og mældust 56% yfir meðaltalsstigum sem var 13,0 (Eva Mjöll Júlíusdóttir og Helga Berglina Hreinsdóttir, 2010). Námstengd streita getur leitt til kulnunar ef háskólanemar búa ekki yfir bjargráðum til að takast á við streituvalda (da Silva o.fl., 2014; Sharififard o.fl., 2020). Námstengdri kulnun hefur verið lýst þannig að nemendanum finnst hann ekki fær um að leggja sig fram og gefa af sér og leiðir þetta síðan til neikvæðrar hegðunar, efasemda og áhugaleysis gagnvart náminu (Valero-Chillerón o.fl., 2019). Kulnun er þekkt meðal hjúkrunarfræðinema, meðal annars vegna mikils álags í námi, skorti á frítíma, samskiptavanda við sjúklinga og vantrausts á eigin starfshæfni (Ayaz-Alkaya o.fl., 2018). Niðurstöður rannsóknar á brasilískum hjúkrunarfræðinemum voru að 24,7% þeirra fundu fyrir kulnun. Þar af fundu 64% fyrir mikilli tilfinningalegri örmögnun, 36% fundu fyrir mikilli bölsýni/hlutgervingu og 88% fundu fyrir minnkaðri faglegri afkastagetu í náminu (da Silva o.fl., 2014). Klínískur hluti hjúkrunarfræðináms hefur verið tengdur við kulnun, líkt og streita og hafa hjúkrunarfræðinemar fundið fyrir aukinni kulnun í kjölfar klíníska námsins. Rannsókn á kulnun hjúkrunarfræðinema fyrir og eftir klínískt nám í Tyrklandi leiddi í ljós að 34,7% nemanna (N=101) upplifðu kulnun fyrir klíníska námið sem jókst í 43,6% eftir að því lauk. Þættir sem höfðu mikil áhrif voru að skipta stöðugt um vettvang, hjúkrun krefjandi sjúklinga, erfið reynsla, hræðsla við mistök og sú tilfinning að einhver sé stöðugt að meta færni viðkomandi (Ayaz-Alkaya o.fl., 2018). Í langtímarannsókn sem gerð var á 1.702 sænskum hjúkrunarfræðinemum þar sem tilfinningaleg örmögnun og kulnun var skoðuð yfir þriggja ára tímabil, kom í ljós að báðir þessir þættir jukust jafnt og þétt eftir því sem leið á námið. Á fyrsta ári sögðust 29,7% nemanda finna fyrir kulnun en á þriðja ári og lokaárinu fundu 41,0% nemanda fyrir kulnun (Rudman og Gustavsson, 2012). Ofannefndar rannsóknir í mismunandi löndum benda til þess að það sé alþjóðlegt áhyggjuefni að kulnun aukist meðal hjúkrunarfræðinema meðan á námi stendur. Rannsóknir á streitu og kulnun meðal hjúkrunarfræðinema eru mikilvægar en hvoru tveggja hefur verið tengt við lakari námsgetu og námsárangur en þessi streita og kulnun á þátt Rannsóknarsnið Aðferðin er megindleg með lýsandi könnunarsniði. Gögnum var safnað í maí 2018. Úrtak og framkvæmd Þýði og jafnramt úrtak rannsóknarinnar voru nemendur á lokamisseri í hjúkrunarfræði við HÍ (N=66) og HA (N=47) vorið 2018, alls 113. Gagna var aflað rafrænt í maí 2018 með notkun forritsins RedCap (nd) og voru netföng fengin hjá deildarskrifstofum háskóladeildanna. Opið var fyrir þátttöku nemenda í 21 dag og var ítrekun send sjö dögum og 10 dögum eftir að opnað var fyrir þátttöku. Svörun var 72,6% (n=82). Mælitæki Streita Almenn streita var mæld með PSS (Cohen o.fl.,1983) þar sem spurt er um 10 atriði sem kanna tilfinningar og hugsanir sem einstaklingur hefur upplifað síðastliðinn mánuð (svarmöguleikar aldrei=0, næstum aldrei=1, stundum=2, nokkuð oft=3 og mjög oft=4). Viðmiðurnargildi sem notuð eru fyrir streitu er 13,7 (Cohen og Williamsson, 1988). Spurningalistinn hefur verið notaður í íslenskum rannsóknum á hjúkrunarfræðingum (Berglind Harpa Svavarsdóttir og Elísabet Hjörleifsdóttir, 2020) og mælst með gott innra AÐFERÐ Streita og kulnun hjúkrunarfræðinema í að umræddir nemendur ákveða að starfa ekki við hjúkrun í framtíðinni. Jafnframt hefur kulnun í námi verið tengd við lakari faglega færni í starfi eftir útskrift (Njim o.fl., 2018; Rudman og Gustavsson, 2012; Rudman o.fl., 2014). Bjargráð segja til um hvaða aðferðir einstaklingurinn notar til að takast á við steituvalda. Samkvæmt Lazarus og Folkman (1984) má lýsa bjargráðum sem síbreytulegu ferli þar sem einstaklingurinn reynir að takast á við steitu og álag í umhverfinu með því að meta aðstæður og fara yfir þau úrræði sem hann hefur til að draga úr, lágmarka eða þola aðstæðurnar. Bjargráð eru ýmist talin jákvæð (t.d. slökun, leysa vandamál með því að greina og taka á rót vandans) eða neikvæð, t.d. að afneita vandanum og nota áfenga drykki og fíkniefni (Labrague o. fl. 2018; Rice og Van Arsdale, 2010). Skortur á hjúkrunarfræðingum til starfa er alvarlegt vandamál hér á landi og úttektir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga benda til að allt að fimmtán prósent nýútskrifaðra hjúkrunarfræðinga velji að yfirgefa starfið (Guðbjörg Pálsdóttir o.fl., 2017). Mikilvægt er að skoða alla þætti sem hugsanlega hafa áhrif þar á og er líðan nemenda í námi einn þeirra þátta. Í þeirri rannsókn sem hér er lýst eru til skoðunar hjúkrunarfræðinemendur á Íslandi og er markmiðið að a) lýsa framtíðaráformum, almennri streitu, námstengdri streitu, bjargráðum og kulnun hjá hjúkrunarfræðinemum í Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri á lokamisseri í námi, b) skoða samband almennrar streitu og kulnunar innbyrðis, við námstengda streitu, nám og framtíðaráform og bakgrunnsbreytur og c) greina áhrifaþætti almennrar streitu og kulnunar.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.