Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Page 88
Rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa erfiðleika með smokkanotkun hjá ungum íslenskum karlmönnum. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar er að skyggnast inn í reynsluheim ungra karlmanna varðandi smokkanotkun og skoða sjónarmið þeirra gagnvart notkuninni. Rannsóknin byggist á eigindlegri aðferð, fyrirbærafræðilegri nálgun. Einstaklingsviðtöl voru tekin við 13 íslenska unga karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Viðtölin voru þemagreind eftir rammaaðferð. Greind voru þrjú þemu, Óöryggi og öryggi, Athöfnin sterkari en orðin og Óttast að allt fari til fjandans. Fram komu margir áhrifaþættir á þá ákvörðun að nota smokka. Sumir þátttakenda voru óöruggir að nota smokka, aðrir voru öruggir en þeir gátu jafnframt verið á báðum áttum. Samskipti við kynlífsfélaga um smokkanotkun reyndust sumum auðveld en öðrum ekki, sem lýsti þeirra óvissu. Það var auðveldara að sleppa þeim og ganga beint til verks. Sjálf smokkanotkunin gat verið flókin og valdið þeim áhyggjum og ótta við neikvæðar afleiðingar. Sú athöfn að rjúfa augnablikið til að sækja smokkinn, setja hann á og viðhalda kynferðislegri reisn með smokk gat verið áhyggjuvaldandi og spennuþrungin. Sumir höfðu þó öðlast öryggi við smokkanotkun og lýstu jákvæðri reynslu. Rannsóknin sýndi fram á að upplifunin af smokkanotkuninni gat reynst erfið og skapað ótta gagnvart því að allt mundi klúðrast. Með aukinni vitneskju um upplifun ungra karlmanna af smokkanotkun má betur sníða kynfræðslu að þeirra þörfum, efla sjálfsöryggi þeirra varðandi þá notkun, auka þannig smokkanotkun sem mögulega gæti lækkað tíðni kynsjúkdóma. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Ungir karlmenn, smokkanotkun, eigindleg rannsókn, kynheilbrigði, áhættuhegðun. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Frásagnir ungu karlmannanna gefa dýpri skilning en magnbundnar rannsóknir hafa gefið um reynsluheim þeirra hvað varðar smokkanotkun, hvað reyndist þeim erfitt og hvaða bjargráð þeir höfðu. Hagnýting: Unnt er að nýta niðurstöður í fræðslu- og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þekking: Það er ákveðinn hópur ungra karlmanna sem á í meiri erfiðleikum með notkun smokka. Þá vantar meiri þekkingu á smokkum, þjálfun í að tjá sig um smokka og hvernig skuli vinna með erfiðar aðstæður þegar nota þarf smokkinn. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður geta nýst við kynfræðslu ungra karlmanna um þessi mál en einnig þegar hjúkrunarfræðingar í skólum eða á heilsugæslunni eru að veita ráðgjöf um getnaðarvarnir og við upplýsingagjöf um kynsjúkdóma. Smokkanotkun ungra karlmanna

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.