Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 88

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Síða 88
Rannsóknir hafa sýnt fram á ýmsa erfiðleika með smokkanotkun hjá ungum íslenskum karlmönnum. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar er að skyggnast inn í reynsluheim ungra karlmanna varðandi smokkanotkun og skoða sjónarmið þeirra gagnvart notkuninni. Rannsóknin byggist á eigindlegri aðferð, fyrirbærafræðilegri nálgun. Einstaklingsviðtöl voru tekin við 13 íslenska unga karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Viðtölin voru þemagreind eftir rammaaðferð. Greind voru þrjú þemu, Óöryggi og öryggi, Athöfnin sterkari en orðin og Óttast að allt fari til fjandans. Fram komu margir áhrifaþættir á þá ákvörðun að nota smokka. Sumir þátttakenda voru óöruggir að nota smokka, aðrir voru öruggir en þeir gátu jafnframt verið á báðum áttum. Samskipti við kynlífsfélaga um smokkanotkun reyndust sumum auðveld en öðrum ekki, sem lýsti þeirra óvissu. Það var auðveldara að sleppa þeim og ganga beint til verks. Sjálf smokkanotkunin gat verið flókin og valdið þeim áhyggjum og ótta við neikvæðar afleiðingar. Sú athöfn að rjúfa augnablikið til að sækja smokkinn, setja hann á og viðhalda kynferðislegri reisn með smokk gat verið áhyggjuvaldandi og spennuþrungin. Sumir höfðu þó öðlast öryggi við smokkanotkun og lýstu jákvæðri reynslu. Rannsóknin sýndi fram á að upplifunin af smokkanotkuninni gat reynst erfið og skapað ótta gagnvart því að allt mundi klúðrast. Með aukinni vitneskju um upplifun ungra karlmanna af smokkanotkun má betur sníða kynfræðslu að þeirra þörfum, efla sjálfsöryggi þeirra varðandi þá notkun, auka þannig smokkanotkun sem mögulega gæti lækkað tíðni kynsjúkdóma. Tilgangur ÚTDRÁTTUR Aðferð Niðurstöður Lykilorð: Ungir karlmenn, smokkanotkun, eigindleg rannsókn, kynheilbrigði, áhættuhegðun. Ályktun HAGNÝTING RANNSÓKNARNIÐURSTAÐNA „Hvers vegna ættir þú að lesa þessa grein?“ Nýjungar: Frásagnir ungu karlmannanna gefa dýpri skilning en magnbundnar rannsóknir hafa gefið um reynsluheim þeirra hvað varðar smokkanotkun, hvað reyndist þeim erfitt og hvaða bjargráð þeir höfðu. Hagnýting: Unnt er að nýta niðurstöður í fræðslu- og ráðgjöf um kynheilbrigði. Þekking: Það er ákveðinn hópur ungra karlmanna sem á í meiri erfiðleikum með notkun smokka. Þá vantar meiri þekkingu á smokkum, þjálfun í að tjá sig um smokka og hvernig skuli vinna með erfiðar aðstæður þegar nota þarf smokkinn. Áhrif á störf hjúkrunarfræðinga: Niðurstöður geta nýst við kynfræðslu ungra karlmanna um þessi mál en einnig þegar hjúkrunarfræðingar í skólum eða á heilsugæslunni eru að veita ráðgjöf um getnaðarvarnir og við upplýsingagjöf um kynsjúkdóma. Smokkanotkun ungra karlmanna
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.