Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 90

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 2021, Qupperneq 90
88 Tímarit hjúkrunarfræðinga | 3. tbl. 97. árg. 2021 byggjast á einstaklingsviðtölum við unga karlmenn meðal annars um reynslu þeirra af smokkanotkun en þær hafa ekki gefið ítarlegar lýsingar eins og á því augnabliki þegar smokkanotkunin á sér stað (Chernick o.fl., 2019; Dalessandro o.fl., 2019; Smith o.fl., 2012). Miðað við fyrri þekkingu þá þótti mikilvægt að taka einstaklingsviðtöl við unga karlmenn um smokkanotkun. Þegar hefur verið gerð rýnihóparannsókn meðal íslenskra ungra karlmanna á þessu efni og er þessi rannsókn því ætluð til að skoða viðfangsefnið af enn meiri dýpt. Það er mikilvægt að skyggnast inn í reynslu- og hugarheim ungra karlmanna til að geta betur áttað sig á því hvað liggur að baki neikvæðri afstöðu til smokkanotkunar og erfiðleikum við notkun. Tilgangur þessarar eigindlegu rannsóknar er að skoða reynsluheim ungra karlmanna varðandi smokkanotkun en jafnframt að skoða þeirra sjónarmið gagnvart notkuninni. Rannsóknin er hluti af stærri eigindlegri rannsókn sem var tvíþætt. Fyrst var gerð rýnihóparannsókn og í seinni hluta rannsóknarinnar voru tekin einstaklingsviðtöl. Þessi grein byggir á einstaklingsviðtölunum. Rannsóknarsnið Til að öðlast dýpri skilning á reynsluheimi ungra íslenskra karlmanna varðandi smokkanotkun og hvað skipti máli sem varðar þá reynslu var ákveðið að byggja rannsóknina á eigindlegu rannsóknarsniði, fyrirbærafræðilegri nálgun. Túlkandi fyrirbærafræði var valin fram yfir lýsandi fyrirbæra- fræði þar sem hún tekur mið af samhengi (e. context) eins og aðstæðum og að einstaklingurinn verður fyrir áhrifum af þeim heimi sem hann lifir í. Þetta samhengi er mikilvægt til að geta skilið reynsluheim einstaklingsins. Einnig taldi aðalrannsakandi, sem safnaði gögnunum, sig ekki geta einangrað sinn eigin reynsluheim heldur er fyrri reynsla og fræðileg þekking mikilsverð við vinnslu rannsóknarinnar (Neubauer o.fl., 2019). Rannsóknin er mikilvæg til þess að geta aukið skilning á smokkanotkun. Var rannsakandinn opinn gagnvart frásögnunum ungu karlmannanna um upplifun þeirra og merkingu hennar (Neubauer, o.fl., 2019). Slíkar eigindlegar rannsóknir henta vel til að skoða fyrirbæri sem lítið er vitað um, til að öðlast betri skilning á þeim eða til að rannsaka fyrirbæri sem megindlegar rannsóknir ná ekki að fanga (Stewart o.fl., 2008). Þátttakendur Stuðst var við tilgangsúrtak við val á þátttakendum sem miðaðist við ákveðin einkenni eins og kyn og aldur. Valdir voru einstaklingar sem voru taldir hafa persónulega þekkingu og reynslu af fyrirbærinu sem átti að rannsaka (Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir, 2013). Til að auka líkur á fjölbreytni í sjónarmiðum þátttakenda var kynhneigð höfð í huga. Valdir voru ungir karlmenn sem stunda kynlíf með konum og karlmenn sem stunda kynlíf með körlum. Farin var sú leið að nálgast þátttakendur í gegnum Göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítala og Samtökin ´78. Á Landspítalanum fengu mögulegir þátttakendur kynningarbréf en Samtökin ´78 auglýstu rannsóknina. Þátttakendur fengu upplýsingar fyrir rannsóknina að greitt yrði fyrir þátttöku. AÐFERÐ Fjöldi einstaklingsviðtala miðaðist við mettun gagna (Fusch og Ness, 2015). Siðfræðilegir þættir rannsóknarinnar Rannsóknarverkefnið hlaut leyfi Vísindasiðanefndar, VSNb2017110012/03.01, leyfi framkvæmdastjóra lækninga á Landspítala og yfirlæknis Göngudeildar húð- og kynsjúkdóma. Jafnframt gáfu þátttakendur upplýst skriflegt samþykki fyrir þátttöku. Gagnasöfnun Einstaklingsviðtölin voru tekin fyrri hluta árs 2019 af fyrsta höfundi þessarar greinar. Áður en hvert viðtal fór fram var haft samband símleiðis við þátttakendur og rannsóknin útskýrð. Til grundvallar rannsókninni var byggt á hálfstöðluðum viðtölum en þau gefa færi á að fara út fyrir spurningarammann ef ný atriði koma fram eða leitast er eftir frekari skýringum (Gill o.fl., 2008). Í byrjun hvers viðtals var rannsóknin kynnt fyrir viðmælanda, fjallað um tilgang hennar, áætlaða tímalengd viðtals, rafræna upptöku viðtals, að nafnleyndar væri gætt og að viðkomandi væri heimilt að hætta hvenær sem væri. Áður en viðtalið hófst var lagður fyrir stuttur spurningalisti um bakgrunn viðkomandi og lögð áhersla á að viðtalið sjálft byggðist sem mest á frásögn viðmælandans en síður á spurningum og svörum. Þar sem viðtalið var um viðkvæmt málefni var byrjað á því að fjalla almennt um efnið. Þá var spurt hvort viðkomandi hafði fengið einhverjar upplýsingar eða fræðslu um smokkanotkun og það skoðað nánar út frá vinum, foreldrum og samfélaginu. Í framhaldi af því var farið nánar út í smokkanotkun og viðkomandi beðinn um að lýsa því hvernig það væri að nota smokkinn. Var spurningunni fylgt eftir með atriðum eins og feimni, mati á áhættu, áfengi, hve auðvelt/erfitt er að setja hann á, aðgengi að smokkum, þekkja bólfélaga og fleira. Til að auðvelda umræður um smokkanotkun var stuðst við dæmisögur og mynd af helstu skrefum smokkanotkunar. Viðtölin fóru fram í húsnæði Hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands. Gagnagreining Við greiningu gagna var stuðst við rammaaðferð (e. framework method) Gale og félaga (2013). Með þeirri aðferð er gerð þemagreining þar sem kerfisbundið var leitast eftir mynstri sem varpað gat ljósi á fyrirbærið sem var til skoðunar. Til að ná utan um og skipuleggja rannsóknargögnin var settur fram greiningarammi sem samanstóð af kóðum og flokkum, ákveðnir af rannsakendum. Fyrstu tveir höfundar greinarinnar gerðu greiningaramma sem byggðist á nokkrum viðtölum, báru saman og samræmdu. Hann var síðan notaður við greiningu hinna viðtalanna en var stöðugt í endurskoðun. Samkvæmt Gale og félögum (2013) eru kóðar lýsandi eða huglæg hugtök rannsóknargagnanna og eru flokkar samsafn af kóðum sem fjalla um svipuð eða tengd hugtök. Þemu eru svo túlkuð hugtök eða setningar sem gefa mynd af merkingabærum frásögnum í rannsóknargögnunum, sem eru svo loka greiningarniðurstöðurnar fyrir rannsóknargögnin í heild sinni. Þemu eru sett fram og þróuð með því að rýna í flokka rannsóknargagnanna með samanburði innan hvers viðtals og á milli viðtalanna. Þess var gætt að rödd þátttakenda fengi að heyrast. Rammaaðferðin byggist á sjö stigum og hefur þeim áður verið lýst nákvæmlega (Katrín Hilmarsdóttir, 2021). Smokkanotkun ungra karlmanna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.