Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 7
NlELS P. DUNGAL,
prófessor:
ANDSTÆÐUR I BLÓÐINU
í þessu erindi verður reynt að gera grein fyrir nýjum
rannsóknum, sem gerðar hafa verið í Ameríku á síðustu
árum. Sá maður, sem mest hefur unnið að þeim, er New
York-læknirinn Alexander S. Wiener, en annar
læknir, Philip Levine, hefur einnig lagt til mjög
merkilegan skerf.
Allir kannast við blóðfiokka og vita, að hættulegt getur
verið að dæla mannsblóði úr A-flokki í annan mann úr
B-flokki. Ekki má heldur dæla A- eða B-blóði í mann af
0 (núll)-flokki, því að hann getur dáið af því. Maðurinn
er svo undarlega gerður, að hann virðist þurfa að vera á
móti öllu, sem ekki er til í honum sjálfum. A-flokks
maðurinn hefur í sínum rauðu blóðkornum tiltekið efni,
sem B-flokks maðurinn hefur ekki, en B-efnið hefur hann
ekki. Blóðvatn þessa manns (í A-flokki) eyðileggur öll
B-blóðkornin, sem það nær til, en gerir A-blóðkornunum
ekkert mein, enda færi ekki vel, ef maður eyðilegði sín
eigin blóðkorn. Þetta er algild regla um blóðflokkana:
0-flokks blóðvatn eyðir A- og B-blóðkornum, og A og B
eyðileggja hvort annað. Þetta virðist vera eins konar lífs-
barátta, sem er háð í blóðrásinni. Komist nokkurt fram-
andi blóðkorn af öðrum flokki þar inn, þá er því tortímt.
Meðan menn höfðu enga hugmynd um þessar andstæð-
ur í blóðinu var mikil hætta fólgin í því að dæla blóði úr
einum manni í annan. Ef sjúklingurinn var flokksand-
Heilbrigt líf
121