Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 8
stæðingur blóðgjafans, var hætt við, að allt gjafablóðið
eyðilegðist í blóðrás sjúklingsins á skömmum tíma og yrði
honum þar á ofan hættulegt, í stað þess að verða til
bjargar.
Austurríski læknirinn, Karl Landsteiner, sem
síðar fór til Bandaríkjanna á vegum Rockefeller-stofnun-
arinnar, leysti gátuna um blóðflokkana og hlaut Nobels-
verðlaunin fyrir.
En þrátt fyrir uppgötvun Landsteiners, sem bjargað
hefur óteljandi mannslífum og telja má meðal þeirra
merkustu, sem gerðar hafa verið í læknisfræðinni, og
þrátt fyrir alla varfærni í blóðdælingum manna á milli,
samkvæmt flokkakerfi hans, voru ávallt öðru hvoru að
koma fyrir slys af blóðflutningi, sem menn höfðu enga
fullnægjandi skýringu á.
En á síðustu árum virðist þessi gáta vera ráðin fyrir
atbeina Dr. Wieners.
Hann hefur sýnt fram á, að í blóði manna er, ef sva
mætti segja, líka annað blóðflokkakerfi. Ég skal ekki fara
út í þá fræðilegu hlið þess máls, nema að því leyti, sem
ekki verður hjá komizt, þar sem hér er um að ræða hluti,
er sérstaka þekkingu þarf til, ef menn eiga að geta botnað
í þessum nýju blóðflokkum. Ég skal reyna að útskýra
þetta eins og ég get bezt fyrir þá, sem ekki eru heima
í þessum efnum.
Hugsum okkur að við tækjum blóð úr hundrað mönn-
um og dældum því inn í dýr, t. d. naggrísi, blóði úr
hverjum einstökum í hvert dýr. Við myndum fá mótefni á
móti A- og B-eiginleikum þeirra, sem af þeim flokkum
eru og fleiri mótefni, sem hér verður ekki greint frá; en
öll þessi mótefni er hægt að tína úr blóðvatninu með sér-
stökum aðferðum. En þegar við værum búin að tína öll
þessi mótefni, sem þekkt eru, í burtu, myndum við finna,
að hjá um 85 af þessum hundrað dýrum væru enn sér-
122
Heilbrigt lif