Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 13
Hér er því sýiiilegt, að sérstakrar varúðar þarf að gæta
í þessum efnum gagnvart konum, sem eru Rh-n-. Ef vel
væri, þyrfti hver ung kona að vita, hvort hún er Rh -v-
eða Rh +, og læknarnir ættu að fara varlega 1 að dæla
blóði í ungar stúlkur og konur, án þess að vita, hvort þær
eru Rh -(- eða Ef konan er Rh-^-, má búast við, sam-
kvæmt áður sögðu, að sú dæling geti orðið hættuleg seinna
meir og, ef til vill, orðið til þess að konan geti ekki eign-
azt Iifandi barn.
Eins og' áður er sagt, hættir fóstrinu til að deyja, þeg-
ar móðirin er Rh -f- og faðirinn Rh +. Vanalega geta slík
hjón átt eitt barn, en svo fer trufiunin að koma í ljós.
Stundum fæðist næsta barn andvana, eða það fæðist með
mikla gulu, stundum með mikinn bjúg, en sérstaklega er
gulan oft áberandi. Gulan í barninu stafar af því, að mjög
mikið leysist upp af rauðum blóðkornum, og blóðlitarefni
þeirra kemur fram sem gula í húðinni. Slíku barni er
oft unnt að bjarga, ef hætta er talin á lífi þess. Pað
má takast með því að dæla heiíbrigðu blóði í barnið, blóði
sem er Rh -+ svo að mótefnin úr blóði móðurinnar vinni
ekkert á því, og dæla smám saman meiru og meiru af því
inn í barnið. Þekkingin á þessum efnum getur því orðið
til þess að bjarga lífi ungbarna, sem annars ættu sér
ekki lífs von.
Nú munu margir spyrja: Er þá víst, að hvert það
hjónaband, sem þannig er til stofnað, að konan er Rh -f-
og maðurinn Rh +, sé dæmt til þess að verða annað hvort
bamlaust eða, að slík hjón geti aðeins átt eitt eða í mesta
lagi tvö börn? Nei, því er ekki svo farið. Svo virðist, sem
aðeins um fimmta hvert hjónaband, sem þannig er til
stofnað, fari þannig, að blóðandstæðurnar komi niður á
börnunum.
Hvernig fer um börnin í slíku hjónabandi, er ekki að-
eins komið undir konunni, heldur að miklu leyti undir
Heilbrigt líf
127