Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 15
um slíks manns eftir að hún er einu sinni orðin viðkvæm
fyrir Rh-blóðkornum, þá verður hún aldrei annað en veik
af því og þarf þá að losa hana við fóstrið til þess að það
deyi ekki, og konan veikist og lífi hennar stafi hætta af
því. Slíkt ástand verður aldrei nema til vandræða.
Hvað skyldu þá vera mörg hjónabönd, þar sem þannig
háttar til, að konan er Rh -- og maðurinn Rh -)-, og því
gæti verið hætta á, að fóstrið eða barnið veikist af þess-
um orsökum? Mönnum telst svo til, að þetta komi fyrir
í nálægt því tíunda hverju hjónabandi. En þar sem hætta
sú, sem hér hefur verið á minnzt, kemur ekki fram nema
í-fimmta eða rúmlega fimmta hverju tilfelli af slíkum
hjónaböndum, þá má segja, að hún eigi sér raunverulega
ekki stað nema í sem svarar um 3%, eða í þrítugasta til
fertugasta hverju hjónabandi. Þetta virðist í fijótu bragði
ekki vera há tala. En þess ber að gæta, að hjónaböndin
eru mörg, og í stóru þjóðfélagi verður því býsna mikið
um slík tilfelli. Þó telst mönnum svo til, að sjúkleiki af
þessum sökum komi ekki oftar fyrir en svo, að eitt barn
af hverjum fjögur hundruð, sem fæðast, veikist af þessu
tilefni. En þá eru ekki talin með þau börn, sem sýkjast
og deyja í móðurlífi, og þau eru mun fleiri en hin, sem
fæðast. Og vitanlega gildir fyrst og fremst, ef unnt er,
að forðast öll slík veikindi, ekki aðeins á börnunum sem
fæðast, heldur einnig hjá þeim ófæddu.
Ef vel væri, þyrftu menn að vita um Rh-eiginleika sinn
áður en þeir ganga í hjónaband. Og ef skynsemi væri höfð
með í ráðum, ætti kona, sem er Rh ekki að ganga að
eiga mann, sem er Rh -)-. Einkum ef vitað er, að þessi
maður væri það, sem kallað er Hr. negativ, er sýnir, að
maðurinn getur aldrei átt annað en Rh -}- börn. En lækn-
arnir eru lítt hafðir með í ráðum, þegar unga fólkið er
að festa ráð sitt, og varla við miklum breytingum að bú-
ast í því efni. En þrátt fyrir það, getur verið mikils virði
Heilbrigt líf — 9
129