Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 16
að átta sig á þessum hlutum, og geta rannsakað blóðið
hjá báðum aðilum, þegar konan er að veikjast hvað eftir
aimað um meðgöngutímann og tekst ekki að eignast lif-
andi barn. Þá er nauðsynlegt að geta gengið úr skugga
um, hvort þessi sé ástæðan, þótt að jafnaði sé lítið við því
hægfc að gera, og venjulega ókíeift, að hjálpa henni til
þess að eiga lifandi börn með manni sínum. Reynt hefur
verið að bólusetja slíkar konur margsinnis með tauga-
veiki- eða mislingabóluefni, í þeim tilgangi að blóð henn-
ar snúi sér að bóluefninu og myndi mótefni á móti því,
í staðinn fyrir að mynda mótefni á móti blóðkornum
barnsins. Það er sern sé lögmál, er gildir yfirleitt, að
líkaminn myndar mótefni frekar á móti éinu efni en
öðru, og sérstaklega á rnóti þeim efnum, sem honum eru
hættulegri en önnur; og þar sem líkaminn myndar mjög
greinilega mótefni gegn þessu bóluefni, kann mótefna-
myndunin á móti blóðkornunum að verða minni en ella.
Þótt lítil reynsla sé komin á þessa aðferð, virðist svo sem
stundum hafi tekizt að bjarga barni konunnar með þessu
móti.
Ég skal að lokum taka fram, að þetta er ekki neitt, sem
menn þurfa að hræðast, enda skiljanlegt af því, sem ég
hef sagt, að sjúkdómur og lífshætta af þessum orsökum
er tiltöhilega sjaldgæft fyrirbrigði. En þekkingin á þess-
um hlutum getur komið að miklu gagni, og er nauðsynleg
í sambandi við blóðgjafir. T. d. ættu læknar, sem hafa að-
gang að vissum mönnum til blóðgjafa, ávallt að vita um
það, hvort blóðgjafarnir eru Rh + eða Sérstaklega er
nauðsynlegt að geta haft aðgang að mönnum, sem eru í
0-flokki og auk þess Rh mönnum, sem eru m. ö. o.
þannig gerðir, að hafa blóð, er samkvæmt þeirri þekk-
ingu, sem við nú höfum, á að vera óhætt að dæla í hvern
sem er. Þegar mikið liggur á og einkum, ef svo stendur á,
eins og t. d. um konu, sem stendur í barneign, eða hefur
130
Heilbrigl lif