Heilbrigt líf - 01.12.1947, Blaðsíða 17
nýlega alið barn, og fljótra aðgerða þarf við til þess að
dæla blóðinu, er niikils virði aö geta haft tiltækan mann,
sem vitanlegt er að hefur þannig blóð, að ekki getur
stafað hætta af að dæla því í neinn mann, jafnvel þó að
tim sjúkling sé að ræða, sem myndar mikil mótefni gagn-
vart Rh-blóði.
Hér í Rvík hefur blóðgjafasveit skáta verið rannsökuð
fyrir Rh-eiginleikanum, en þetta þyrfti að gera víða um
Jand. Hvert sjúkrahús þyrftí að eiga aðgang að einum eða
fleirum mönnum með hættulaust blóð, þ. e. af 0-flokki og
Rh sem unnt væri að grípa til, þegar hætta gæti staf-
að af Rh-eiginleikanum.
„Vömgæði44 sölumjólkiir í Reykjavík
Hr. Runólfur Sveinsson, f. skólastjóri á Hvanneyri, birtir
merka frásögn í „Andvara“, 1 í?46, um för sína til Bandaríkj-
anna 1944—45, þar sem liann kynnti sér nýjungar í landbúnaði.
Höf. dregur af för sinni ýmsar athyglisverðar tillögur í bún-
aðarmálum ísiands. Ritstj. leyfir sér að taka upp eftirfarandi úr
kaflanum um vöruvöndun og vörumat:
„Ein aðalframleiðsluvara íslenzkra bænda er mjólk. Mikill
hluti hennar er notaður í heimahúsum, en einnig mjög mikið
og í vaxandi mæli er selt til vinnslu og neyzlu, mest í höfuð-
stað landsins. — Reykjavík æfti nú að nota um 15 milljónir kg.
af mjólk á ári.
Því miður er „vörugæðum“ þeirrar mjólkur, sem seld er í
Reykjavík, mjög ábótavant. Því mun valda meðal aniiars slæm
vöruvöndun hjá bændum, langar og erfiðar flutningaleiðir til
Reykjavíkur, of lítil og úrelt mjólkurstöð í Reykjavík, en um-
íram ailt fráleitur frágangur mjólkurbúða í Reykjavík og úr-
eltar afgreiðsluaðferðir þar“.
Það dettur víst engum í hug að væna hr. Runólf Sveinsson
þe.ss, að hann halli á hændur í þessu máli. Og þarna er maður,
sem ber skyn á það, sem hann er að lýsa.
Heilbrigt lif
131