Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 18
HVENÆR Á AÐ TAKA BOTNLANGANN?
í Læknablaðinu hefur birzt merk ritgerð eftir Gunn-
ar J. Cortes, lækni, er nýlega lauk 4 ára starfi sem
aðstoðarlæknir handlæknisdeildar Landspítalans, undir
stjórn próf. G. Thoroddsens. Rannsóknirnar eru um al-
gengustu aðgerðirnar hér á landi, botnlangaskurði, sem
ósjaldan eru hafðir um hönd af læknum, þó að ekki hafí
þeir sérmenntun sem skurðiæknar. Það er tekið til at-
hugunar, hve mikið sé um raunverulega botnlangabólgu,
hvenær ráðizt skuli í aðgerðina og hvernig beri að 'naga
henni. Skal nú, með leyfi höfundarins og ritstj. Læknabl.,
greint frá helztu niðurstöðum.
Sé athugaður áratugurinn 1931—1940, kemur í Ijós,
skv. Heilbrigðisskýrslum, að þá voru gerðir hér á landi
rösklega 600 botnlangaskurðir á ári. „Næstum því þriðji
hver íslendingur má þannig eiga von á því, aö tekinn
verði úr honum botnlanginn, og hver einasta meðalfjöl-
skylda verður að vera við því búin að leggja fram 1—2
botnlanga.“
Frá því að starfið var hafið í Landspítalanum um ára-
mótin 1930—’31 og fram í ársbyrjun 1946 voru botn-
langaskurðir gerðir í 1040 skipti. En af öllum þeim fjölda
voru aðeins 262 með bráða botnlangabólgu — „í kasti“
sem kallað er.
Handlæknisdeildin hefur því fengið mikla reynslu um,
hvað leið langanum í fólki með svonefnda króniska, lang-
132
Heilbrigt líf