Heilbrigt líf - 01.12.1947, Qupperneq 19
æja botnlangabólgu, sem hafði að jafnaði í för með sér
ónof, er rakin voru til þess staðar, en án þess að sjúkling-
arnir hefðu fengið reglulegt kast eins og við bráða bólgu.
Reynslan þarna á handlæknisdeildinni hefur orðið sú, að
hjá þessu fólki hefur að jafnaði ekki fundizt neitt telj-
andi við botnlangann að athuga, og deildin hliðrar sér því
nú orðið hjá að gera holskurð, þegar svona stendur á.
En það verður einatt ekki hjá aðgerð komizt, einkum
þegar menn koma langt að, beinlínis í þessu skyni.
Erlendis er reynslan eins; það er orðið erfitt að viður-
kenna króniska botnlangabólgu nema sem sjaldgæfan
kvilia, enda batnar ekki nema fáum sjúklingum óþægind-
in hægra megin í kviðnum eftir skurðinn, hafi þeir ekki
fengið reglulegt botnlangakast. Frá Bandaríkjunum herm-
ir dr. Alvarez, að líkurnar fyrir því, að sjúklingi með
langæ botnlangaónot batni eftir aðgerð, séu ekki nema
1 : 100.
Allt bendir nú orðið til þess, að sjúklingar og læknar
hafi botnlangann mjög oft fyrir rangri sök vegna ónota
hægra megin í kviðnum. Botnlangabólga varð smám sam-
an, segir Cortes læknir, „samnefnari fyrir ýmsar og mjög
margvíslegar og óijósar kvartanir, og fólk hefur vanizt
á að kenna botnlanganum um hvers kyns óþægindi, sem
það fær í kviðarholið og jafnvel utan þess“. Læknirinn
segir, að við nákvæma rannsókn komi í Ijós, að raun-
verulega orsökin sé oft sár í maga eða skeifugörn, kvillar
í galli eða nýrum, sjúkdómar í getnaoarfærum kvenna o.
fi. Því miður er stundum farið aftan að siðunum og gaum-
gæfileg skoðun fyrst gerð eftir á, þegar botnlangaaðgerð-
in kom fyrir ekki.
Um bráða (,,acut“) botnlangabólgu gegnir allt öðru
máli. Þessi hættulegi og oft banvæni sjúkdómur er hér
allmiklu tíðari hjá körlum en konum, og hefur reyndin
Heilbrigt líf
138