Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 20
orðið sú sama annars staðar. Þess var getið í upphafi
þessa máls, að í 262 skipti var í Landspítalanum gerður
botnlangaskurður við bráðabólgu á umræddu tímabili.
Karlar voru 159 (ca. 60%), en 103 konur. Karlmenn fara
og verr út úr sjúkdómnum.
Bráð botnlangabólga gerir vart við sig á öllum aldri.
Flestir Landspítalasjúklingarnir voru þó kringum tvítugt.
Sá yngsti var rúmlega ársgamalt barn, en sá elzti hálf-
áttræður.
Svo til allir botnlangarnir voru klipptir upp og athugað
innihald þeirra. Innyflaormar sáust varla, né aðskota-
hlutir. Ætti því að vera óþarfur uggur í sumum út af
því, að þeir gleypi rúsínusteina eða þvílíkt. Eitt sinn varð
vart við steind tannburstahár og í annað skipti ögn úr
möndlu. Hinsvegar voru saursteinar algengir.
Sjúkdómurinn lýsti sér stundum eingöngu sem slím-
húðarþroti; en þegar bólgan var svæsnust voru auk þess
þrengsli og saursteinar, og botnlangatotan aflöguð, eins
og brotin saman. V i ð b r á ð a b ó 1 g u v a r n æ r r i
þriðjungur botnlanganna sprunginn. Er þá
vitanlega í óefni komið, því að sýklar úr þörmunum hafa
þá gengið út í kviðarholið og lífhimnubólga byrjuð.
Eymsli í botnlangastað eru ekki einhlít kennimerki um
sjúkdóminn. Gætur eru hafðar á því, hvort æðin slær
hraðar en búast mætti við vegna hitans; mikið er lagt
upp úr því, ef karlmenn fá klígju eða uppsölu, en minna,
ef konur eiga í hlut; þeiin hættir frekar til þess, af litlu
tilefni.
Höf. telur það ekki áhorfsmál, að aðgerð beri að fara
fram um leið og læknirinn þykist viss um bráða botn-
langabólgu, nema komin sé ígerð. Höf. kemst að þeirri
niðurstöðu, að hér á landi deyi á á.ri hverju 10—15 manns
úr botnlangabólgu, „og er það há tala, þegar athugað er,
134
Heilbrigt líf