Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 23
voru búnir að liggja 2%-7 sólarhringa áður en þeir
komu í spítalann.
Þessar merkilegu niðurstöður höf. hljóta að vera alvar-
ieg ábending til almennra lækna um að vanda sig við
greiningu á sjúkdómnum þegar í byrjun og missa ekki
sjónar á sjúklingnum fyrr en sýnt er, hvaða stefnu veikin
tekur. I öðru lagi áminning til ráðamanna höfuðstaðarins
að bæta úr sjúkrahúsvandræðunum.
Landspítalinn er nú búinn að standa það lengi og
sjúklingafjöldinn á liðnum árum orðinn það mikill, að
mikilsverðar ályktanir má nú orðið draga af rannsókn,
sem gerð er með vandvirkni og vísindalegu verklagi eins
og Cortes læknir hefur beitt við þessa víðtæku athugun.
Það er eitt af ætlunarverkum sjúkrahúss sem Landspítal-
ans að gera sér glögga yfirsýn um ýmsar greinar hins
mikla og margþætta starfs, sem þar er innt af hendi og
draga ályktanir af þeim niðurstöðum, sem hafa almennt
gildi og eru til vísbendingar fyrir alla lækna landsins.
En því miður hafa spítalalæknunum ekki verið búin þau
kjör, að þeir geti varið til þess nægum tíma.
Reynsla handlæknisdeildar Landspítalans sýnir, að bráð
botnlangabólga þarf skjótrar aðgerðar við. En hins vegar
skulu læknar láta sér hægt urn aðgerð við svo nefnda
króniska, hægfara botnlangabólgu, fara varlegar í að
beita þá hnífnum en tíðkanlegt hefur verið til þessa, en
kynna sér gaumgæfilega, hvort óþægindin kunni ekki að
stafa frá öðru líffæri en botnlanganum.
G. Cl.
Heilbrigl lif
137