Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 24
RITSTJÓRASPJALL
Böm á brjósti. í síðustu heilbrigðisskýrslum frá land-
lækni er birt yfirlit um brjóst- og pela-
börn árið 1943, samkvæmt því, sem ljósmæður telja fram.
Á þessu ári fæddust 3170 lifandi börn, en framtal Ijós-
mæðranna nær til 3003 barna. Af þeim hóp voru 2746
lögð á brjóst, 11-5 fengu pela með brjóstinu, en 142 ein-
göngu pela. Þetta virðist í fljótu bragði góð útkoma, enda
er ungbarnadauði lítill á íslandi eftir því, sem gengur og
gerist. A téðu ári dóu 30,3%o ungbörn, þ. e. a. s. 30 af
þúsundi barna á 1. ári.
Fljótt á litið, sýnist það góð frammistaða hjá mæðrun-
um, að þær hafa allan fjölda barnanna á brjósti. En við
þessa skýrslu er það að athuga, að þess er ekki getið, hve
lengi börnin fengu móðurmjólkina. Það er hætt við, að
brjóstgjöfin sé stundum endaslepp, þannig, að margt
brjóstbarnið verði orðið pelabarn fárra vikna gamalt.
Erlend iæknatímarit bera með sér, að þessu er veitt
nokkur athygli síðari árin, t. d. hefur heilbrigðismálaráðu-
neytið brezka látið kanna, hve mæðurnar hafa börnin
lengi við brjóstið. Langflestar gefa þeim að sjúga í sæng-
urlegunni, en að þrem mánuðum liðnum eru 50% barn-
anna komin á pela. Einkum eru það frumbyrjur, sem
guggna við brjóstgjöfina, m. a. vegna þess að geirvört-
urnar eru ófullkomnar eða brjóstin þrútna og eymast af
stáima, þegar mjólkin fellur til brjóstanna.
138
Heilbrigt lif