Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 25
Það reynir mjög á stillingu og þol ungra og óreyndra
mæðra, ef þær hafa holuvörtur eða flatar og stuttar geir-
vörtur, sem barnið á erfitt með að sjúga. Það á til að
naga ofan í þær, svo að sár kemur í kollinn. Hefst þá
einatt lítil mjólk úr brjóstunum, enda selja mæður börn-
unum misjafnlega vel.
Það er víðar en í mannheimi, sem vörtusæri eiga sér
stað. Eftir burð vill bera á því á kýrspenum; var áður
lögð við vallhumallssamsuða og er svo e. t. v. enn.
í Chicago voru ný-
lega gerðar athuganir
á 20 000 ungbörnum,
er voru á vegum barna-
verndarfélags í þessari
stórborg. Þar staðfest-
ist sú marg-endurtekna,
reynsla, að brjóstmylk-
ingarnir eru hvergi
nærri eins kvellisjúkir
sem pelabörn. Það er
ekki enn fundinn neinn
sá ungbarnamatur, sem
jafnast á við brjósta-
mjólkina, svo framar-
lega sem móðirin lifir
við sæmilegt viðurværi.
Amerísku læknarnir
komust að þeirri niður-
stöðu, að flest börn fái
nægju sína við brjóstið
á 10 mínútum, en sá
tími sem sé umfram,
þreyti mæðurnar og tefji þær að ástæðulausu. Annars
hefur oft verið talið, að um 20 mínútur væri hæfi-
Heilbrigt lif
139