Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 30
ráðgert að halda áfram á þeirri braut. 1 Stokkhóimi og
Gautaborg hefur þetta líka átt sér stað.
íbúðir þessar eru mjög eftirsóttar. Þær eru litlar og
tiltölulega ódýrar, en með öllum þægindum. Það er talið
óráð, að hafa mikinn íbúðafjölda á sama stað, en stefnan
er sú, að dreifa slíkum húsakynnum, svo að ekki hópist
margt gamalt fólk og einangrist á sama stað. Helzt þarf
að vera lyfta í þessum húsum. Sum staðar er rekið sam-
eiginlegt þvottahús og eldhús og reynt að gefa kost á
hjálp til hreingerninga.
Reyndir menn í þessum efnum vara sem sagt við því
að hópa gömlu fólki um of saman. Líka er bent á, að
óheppilegt sé að stofna til elliheimila í sveit eða of af-
skekkt. Erlendis leitar margt gamalt fólk úr sveitum til
borga, þar sem þægindi íbúða eru mest. En líka vegna
þess, að þar eru oft búsett börn þeirra og barnabörn.
Ætla mætti, að ýmsu fólki mundi einmitt líka sveitalífið,
þar sem það hefur skepnur fyrir augunum og getur
kannski gripið eitthvað í heyskap og annað, sem fyrir
fellur. Skyldi reyndin vera svipuð hér á landi? Stefnan
er víðast hvar nú, eins og drepið var á, að hafa frekar
minni elliheimili en áður gerðist, en fleiri. Eins er talið
heppilegt að dreifa þeim íbúðum handa gömlu fólki, sem
byggðar eru fyrir bæjar- eða ríkisfé eftir því sem fært
þykir, en stofna ekki til stórhýsa með fjölda gamalmenna-
íbúða.
Það eru líkur til, að hér á landi verði reist elli- eða
hjúkrunarheimili hér og hvar á næstu árum. Gildir sjóðir
munu vera til í því skyni, m. a. til svo nefnds dvalar-
heimilis fyrir aldraða sjómenn. Samkvæmt því, sem er-
lend reynsla sýnir, virðist öll skynsemi mæla með, að bú-
staðir manna á ellidögum deilist í tvennt: hjúkrunar-
heimili og sjálfstæðar íbúðir við hæfi gamals fólks. Elli-
heimilin — með sjúkrahúsa-sniði — verði aðallega til
144
Heilbrigt lif