Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 31
hjúkrunar og aðhlynningar þeim, sem eru svo hrumir, að
þeir þurfa þess með, og þangað leiti líka einstæðingar,
sem ekki treystast til að hafa heimili út af fyrir sig. En
svo er margt aldrað fólk, sem ekki eru neinir gustuka-
menn, einkum ern, gömul hjón, sem geta haft dúk og disk
fyrir sig, ef þeim gefst kostur á ódýrri, lítilli og hentugri
íbúð með nútíma þægindum, enda sé létt undir með þeim,
er þörf gerist, eins og að framan getur, með ræstingu,
þvotta o. fl.
Það væri athugandi fyrir þá, sem hafa álitlegar fjár-
hæðir handa á milli til þess að koma á fót húsnæði handa
gömlu fólki, hvort ekki væri ráðlegt að verja einhverju
af því fé til þess að láta smíða íbúðir við þess hæfi, að
útlendri fyrirmynd. E. t. v. mætti sameina hvort tveggja
fyrirkomulagið í sömu byggingunni, ef það þætti hentugt.
Vantar sjúkrahús! Rannsóknir Gunnars C o rt es ,
skurðlæknis, um afdrif þeirra, sem
taka bráða botnlangabólgu, ættu að vekja eftirtekt. Það
er skýrt frá þeim á öðrum stað í þessu riti. Þessi sjúk-
dómur hefur verið ofarlega á dagskrá fyrirfarandi, víða
um lönd. — í Medical News Letters er t. d. nýlega skýrt
frá því, að síðustu árin hafi manndauði, vegna bráðrar
botnlangabólgu þorrið mjög í Bandaríkjunum og hefur hið
mikla líftryggingarfélag Metro'politan Life Insurance
Company komizt að þeirri niðurstöðu. í viðureign Banda-
ríkjanna við þennan sjúkdóm hefur einkum tvennt komið
til greina. Almenningur hefur mjög verið varaður við að
demba hægðalyfi í mann, sem fær kvöl í magann. En
slíkt hefur verið landlægur siður, enda brýna heilsutrú-
boðar nú mjög fyrir fólki að hægja sér í sífellu. Og svo
hefur verið vakinn ríkur áhugi á því að koma sjúkling-
um í spítala jafnskjótt og það tekur sjúkdóminn — láta
það dragast sem stytzt. Árangur af þessu er sá, að mann-
Heilbrigt líf — 10
145