Heilbrigt líf - 01.12.1947, Page 32
dauði í Bandaríkjunum vegna bráðrar botnlangabólgu
hefur minnkað um helming á nokkrum árum.
Cortes, læknir, hefur birt rannsóknir sínar um aðgerðir
á rúmlega þúsund sjúklingum, sem fluttir voru í hand-
læknisdeild Landspítalans vegna botnlangabólgu, og
komizt að þeirri niðurstöðu, að hér á landi deyi á ári
hverju 10—15 menn úr þessum varasama sjúkdómi. En
skv. áliti læknisins þyrftu fáir að deyja eða enginn, ef
sjúklingar með bráða bólgu í botnlanganum fást í sjúkra-
hús til uppskurðar í tæka tíð. í strjálbýli er vitanlega
óhægt um vik. En í höfuðstaðnum stendur á rúmi í
sjúkrahúsunum, og lýsir læknirinn því, hve oft þarf að
eiga í stappi að koma inn veikum manni, þó að aðgerð
sé aðkallandi.
Er nokkur von um, að úr muni rakna um spítalapláss
á næstunni? Þeir mæla fagurt við kjósendurna stjórn-
málamennirnir. þegar smala skal á kjörstaðina. Það á svo
sem að sinna heilbrigðismálunum. En efndirnar? Hvar
hillir undir almennan bæjarspítala í höfuðstaðnum? Það
má vart búast við, að ríkið geri meir í því efni en nauð-
synlegt telst vegna læknakennslunnar, enda er Landspítal-
inn ekki ætlaður Reykvíkingum frekar en öðrum íands-
búum. Vitanlega verður bærinn sjálfur að koma sér upp
almennu sjúkrahúsi. Það liggur bókstaflega við líf þeirra,
sem taka bráðan sjúkdóm. Kirkjubyggingar sitja í fyrir-
rúmi — 2 í smíðum og von á þeirri 3. Þar verður væntan-
lega vítt til veggja. En í sjúkrahúsum borgarinnar er
erfitt um rúm. þó að líf liggi við. Og ráðamenn bæjarins
sofa á verðinum. — Löggjafar vorir hafa nýlega sett
saman mikinn lagabálk um almannatryggingar, sem ná
til alls landsins. Þar er fagurlega mælt um réttindi borg-
aranna ao leita til lækningastofnana og sjúkrahúsa. En
hvar eygja menn þessar stofnanir? Hefði ekki verið nær
146
Heilbrigt líf