Heilbrigt líf - 01.12.1947, Síða 33
að koma þeim upp áður en búín var til skáldsagan um, að
borgararnir ættu aðgang að þeim?
Tveir rithöfundar. j blaðinu „Tíminn“ sýnir hr. Halldór
Kristjánsson tímariti voru þann
sóma, að greina nokkuð frá efni Heilbr. lífs, og þess má
þakksamlega geta. að ritstjórn blaðsins ljær þriggja dálka
rúm í því skyni. Það gerir minna til, þó að hr. H. Kr. sé
að ýmsu leyti ósamþykkur því, sem drepið er á í H. L.,
enda er fyrir fram vitað, að það er síður en svo vinsælt
að ræða ýmislegar misfellur í heilbrigðismálunum, t. d.
söiu á mjólk, sem er pólitísk vara.
En það. sem einkum fer í taugar hr. H. Kr., er, að
ritstj. H. L. ieyfir sér að bera brigður á, að bindindis-
samtökunum takist að ráða við drykkjuskap landsmanna.
í síðasta hefti tímarits vors, þar sem rædd eru áfengis-
málin, stóð þessi klausa í ritstjóraspjalli:
„Það er komið í óefni hér í áfengismálunum, og ber
það vott um, hve bindindisstarfseminni hefur mistekizt.
Henni hefur ekki hepnazt að skapa heilbrigt almennings-
álit um notkun og misnotkun áfengis. Hún hefur ekki
kennt almenningi, að vantreysta beri mönnum, sem eiga
þao til að drekka frá sér vitið“.
Hr. H. Kr. þolir ekki þessi ummæli og nefnir þau
„kjaftæði um áfengismenningu". Ritstj. er ókunnugt,
hvort slíkt orðbragð fellur í góðan jarðveg hjá samherj-
um hans í herbúðum bindindismanna.
En það er, eins og Svíar komast að orði: „Det dr bara
sanningen, som sárar“.
Hr. H. Kr. orðar fyrirsögn greinar sinnar: „Vill Rauði
krossinn stríð við bindindisfólkið?“ Ekki er fróðlega
spurt. Væntanlega vita flestir, sem leggja orð í belg um
þessi mál opinberlega, að sá félagsskapur lætur bindindis-
starfsemina afskiptalausa.
Heilbrigt líf
147