Heilbrigt líf - 01.12.1947, Side 35
Aðstaða hr. Péturs Sigurðssonar til þess að dærna um
tímarit vort er samt ekki sem auðveldust, því að hann
lýsir yfir því, að hann líti aldrei í Heilbr. líf. Hr. P. S.
varð sem sé svo mikið um afleitt útvarpserindi um tóbak,
er ritstj. H. L. hafði flutt fyrir nokkrum árum, og lýsir
hann því á þessa leið: „Það var afvegaleiðandi loðmullu-
tal, og óskaði ég þá, að slík leiðsögn yrði sízt á vegum
barna minna“. Tarna var ljóta útreiðin. Foreldrum hætt-
ir stundum til að gera fulllítið úr siðferðisþreki barna
sinna. Ritstj. H. L. þykist geta borið um af eigin kynn-
ingu, að þeim prýðilegu systkinum, er hér um ræðir, sé
óhætt, jafnvel þó að þau hitti fyrir sér svo varasaman
mann sem ritstj. H. lífs.
Hr. P. S. stenzt ekki reiðari heldur en, þegar minnzt
er á, að bindindisfólkinu sækist seint að hafa áhrif á al-
menningsálitið, enda megni álit almennings ekki að út-
rýma spillingunni. Hr. P. S. ritar: „Annars er þetta sí-
fellda nöldur manna um almenningsálit ekkert nema þvað-
wr“. Háttvísin í rithætti slagar upp í stíl hr. Halldórs
Kristjánssonar, en þó óvíst, hvor er methafinn.
Ritstjóra H. L. hefur því skjátlazt í því, að regluboðar
væru sendir út af örkinni í því skyni að hagga við áliti
manna um áfengismál.
Hr. P. S. telur, að almenningsálitið sé á móti drykkju-
skap. Þetta gæti þó orkað tvímælis. A. m. k. vakti það
mikla eftirtekt, þegar námsmeyjar kvennaskólans í Rvík
gerðu samþykkt um að dansa ekki við drukkna karlmenn.
En hvers vegna hefur slík óhæfa viðgengizt? Vegna þess,
að drukknir menn þykja enn samkvæmishæfir. Almenn-
ingur gerir ekki heldur kröfur um, að drukknum mönn-
um sé vísað burt úr almenningsbifreiðum, af strandferða-
skipum eða opinberum skemmtisamkomum.
Það vekur ekki tiltakanlega gremju meðal almennings,
þó að opinberir starfsmenn vanræki störf sín vegna
Heilbriyt lif
149