Heilbrigt líf - 01.12.1947, Qupperneq 36
drykkj uskapar. Og það er ekkt vitanlegt, að prestarnir,
Alþýðusambandið eða Stórstúlkan, sem standa að blaði
hr. P. S., hafi gert veður út af því, þó að menn, sem
eiga það til að drekka frá sér vitið, séu skipaðir í vanda-
söm embætti og verði sér iðulega til minnkunar.
Hr. P. S. er öfundsverður ritstjóri, því að eftir því,
sem hann sjálfur skýrir frá í blaði sínu, eru vinsældir
þess það miklar, að ýmsir iesendur greiða blaðið með
hundruðum króna á ári. Og einn kaupandinn metur það
á 1000 krónur árganginn! Það er ekki líklegt, að þessi
lesandi leggi áherzlu á „húmor“. En auk hinna röggsömu
bindindis-prédikana hr. P. S., er svo margt annað vel
samið í „Einingunni“, t. d. kvæði eftir ritstjórann. Og
vafalaust eru ýmsir fiknir í að lesa ólifnaðarsögurnar úr
Reykjavík (marzbl. þ. á„ bls. 10—11), þó að ritstjóri láti
ekki neinar myndir fylgja með þeim Iýsingum.
Það má óska Prestafélaginu og öðrum aðiljum til ham-
ingju með þessar bókmenntir.
Sólvíkingurinn Á vegum Náttúrulækningafélagsins kom
í útvarpinu. hingað í sumar finnskur maður, Are
Waerland (skírnarheiti: Henrik Fager),
og voru blaðamenn boðaðir til þess að hlýða á hugmyndir
hans um mataræði.
Samkvæmt því, er blöðin herma, varar hr. Waerland
almenning mjög við að borða egg, kjöt eða fisk, því að
öllum slíkum matvælum fylgi rotnunarbakteríur, sem geti
farið með heilsuna. íslendingar hafa reyndar ætíð lagt sér
þessa fæðu til munns, svo að það er mesta furða, að þjóðin
skuli bala þetta. Kenningar hr. W. reka sig líka á
það, sem íslenzkir heilsutrúboðar hafa til þessa haldið
fram í ritsmíðum sínum — sem sé, að heilsa landsmanna
hafi verið stórum betri fyrr meir, þegar fáir eða enginn
neytti jarðarávaxta eða grænmetis, en aðalfæðan var kjöt
150
Heilbrigt líf